Sektaður um tæpar 14 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is

Bragi Guðmundur Kristjánsson hefur verið dæmdur til að greiða tæplega 14 milljónir fyrir meiri háttar skattalagabrot. Þá var hann einnig dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Málið var höfðað af embætti sérstaks saksóknara og var hann ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008 og 2009 fyrir tekjuárin 2007 og 2008. Lét Bragi undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum fjármagnstekju samtals að upphæð rúmum 87 milljónum króna.

Málið var höfðað af embætti sérstaks saksóknara og var hann ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008 og 2009 fyrir tekjuárin 2007 og 2008. Lét Bragi undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum fjármagnstekju samtals að upphæð rúmum 87 milljónum króna.

Þetata var annars vegar hagnaður ákærða af sölu hlutabréfa, sem skattskyldur er samkvæmt lögum um tekjuskatt og hins vegar tekjur ákærða af uppgjöri á samtals 58 framvirkum skiptasamningum sem skattskyldar eru samkvæmt lögum um tekjuskatt og hafa með því komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts samtals að fjárhæð kr. 8.700.709

Bragi neitaði sök í málinu en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann sekan.

„Ákærði skýrði rangt frá fjármagnstekjum sínum árin 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2007 og 2008 svo máli skipti um skattlagningu hans. Virða ber ákærða þetta til stórkostlegs hirðuleysis og var um meiri háttar brot að ræða í ljósi þess að brotið laut að verulegum fjárhæðum,“ segir m.a. í niðurstöðu héraðsdóms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert