Ökumaðurinn dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Kínverskur ferðamaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. RÚV segir frá þessu. Hann ók bíl sem lenti í hörðum árekstri við annan á einbreiðri brú í Öræfum á öðrum degi jóla. Ökumaður hins bílsins lést í árekstrinum.

Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í máli mannsins í morgun en hann játaði sök. Hann var sakaður um að hafa ekið bíl sínum of hratt miðað við aðstæður. Slysið varð við brúna yfir Hólá í Öræfum. Ökumaður hins bílsins var einnig útlendingur.

Ferðamaðurinn var einnig dæmdur til að greiða 4,8 milljónir króna í sakarkostnað og var sviptur ökuréttindum í tíu mánuði samkvæmt frétt RÚV. Hann hafði verið í farbanni undanfarna mánuði.

Frétt RÚV af dómnum

Fyrri frétt mbl.is: Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert