Hærri laun, dýrari páskaegg

Páska­egg­in sem verðlags­eft­ir­lit ASÍ kannaði verð á þann 9. mars …
Páska­egg­in sem verðlags­eft­ir­lit ASÍ kannaði verð á þann 9. mars sl. hafa hækkað í verði í öll­um versl­un­um nema Víði frá sam­bæri­legri könn­un sem gerð var á sama tíma í fyrra. Styrmir Kári

Vinnuaflskostnaður vegur þungt í framleiðslu á páskaeggjum og verður að taka þann kostnað inn í reikninginn þegar verð á þeim er ákveðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nóa Síríus vegna fréttar ASÍ um verðhækkanir á páskaeggjum. 

Í tilkynningunni segir einnig að fyrirtækið kaupi ekki kakóbaunir til framleiðslu sinnar heldur afurðir sem unnar eru úr kakóbauninni.

Heimsmarkaðsverð á þessum afurðum fari ekki endilega saman við verð kakóbaunarinnar „auk þess sem gerðir eru framvirkir samningar til nokkurra mánaða sem gerir samanburð í tíma torveldari.“

Páska­egg­in sem verðlags­eft­ir­lit ASÍ kannaði verð á þann 9. mars sl. hafa hækkað í verði í öll­um versl­un­um nema Víði frá sam­bæri­legri könn­un sem gerð var á sama tíma í fyrra.

Verð páska­eggj­anna hef­ur hækkað mikið hvort sem um er að ræða egg frá Nóa, Freyju eða Góu en þau hafa hækkað í verði í öll­um versl­un­um.

Frétt mbl.is: Miklar hækkanir á páskaeggjum

„Þegar ákvörðun er tekin um verð höfum við til hliðsjónar verðþróun á lykilhráefnum og skal upplýst að undanfarið ár hefur verð hækkað á bilinu 4% til 21%. Frá þessu er ein undantekning og það er sykurverð sem hefur lækkað um 3%, en rétt er að geta þess að sykur er ekki sérlega stór liður í kostnaðarverði súkkulaðis. Styrking gengis hjálpar auðvitað til, en nær ekki að vega upp kostnaðarhækkanirnar.

Þá vegur vinnuaflskostnaður þungt í framleiðslu á páskaeggjum og er ekki annað hægt en að taka þann kostnað með í reikninginn.

Tvisvar á undanförnu ári hafa laun verið hækkuð umtalsvert eða samtals um liðlega 12%. Þá er ógetið um verð á flutningum og ýmsum öðrum kostnaðarliðum sem hafa einnig hækkað á undanförnu ári. Samanlagðar kostnaðarhækkanir hafa orðið þess valdandi að Nói Síríus hefur talið óhjákvæmilegt annað en að hækka afurðaverð sitt um sem nemur 9% á einu ári,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert