Milljarðar í útivistarföt

Skjólgóð föt eru nauðsynleg á Íslandi á þessum árstíma sem …
Skjólgóð föt eru nauðsynleg á Íslandi á þessum árstíma sem flestum öðrum. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Sala á fatnaði til erlendra ferðamanna á Íslandi er orðin umsvifamikil verslunargrein og er útlit fyrir að veltan verði á sjötta milljarð í ár.

Fimm verslanakeðjur eru umsvifamestar á þessum markaði og áforma þær að opna fjórar nýjar verslanir á næstu vikum. Með þeirri viðbót verða keðjurnar með 39 verslanir í sumar, auk fjölda útsölustaða.

Hátt í 300 starfsmenn munu starfa í þessum verslunum í sumar og er þá ótalinn fjöldi starfsmanna á skrifstofu og í dreifingu og framleiðslu. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, ferðamenn fyrst og fremst kaupa útivistarfatnað á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert