Halla Tómasdóttir býður sig fram

Halla Tómasdóttir á heimili sínu í dag.
Halla Tómasdóttir á heimili sínu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Halla Tómasdóttir frumkvöðull og fjárfestir býður sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi á heimili sínu í Kópavogi rétt í þessu en þar var mikið fjölmenni saman komið.

Þann 1. desember síðastliðinn var stofnuð síða á Facebook þar sem skorað var á Höllu að gefa kost á sér í embætti forseta. Sagði þar í upplagi að Höllu fylgdi bjartsýni, áræðni og kjarkur. „Eiginleikar sem við þurfum á að halda til að takast á við nútímann og framtíðina.“

Frétt mbl.is: Vilja Höllu á Bessastaði

Hún sagðist þá djúpt snort­in, en ætlaði að gefa sér tíma til að hugsa málið og ræða það við sína nán­ustu áður en hún segði af eða á með fram­boð.

Hver er Halla Tómasdóttir?

Að því er fram kemur á áskorunarsíðunni er Halla uppalin á Kársnesinu í Kópavogi, þar sem hún býr nú með eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni. Björn er viðskiptafræðingur og rekur verslun Nóatúns í Austurveri og eiga þau saman tvö börn.

Þá segir einnig að Halla sé ættuð af Ströndum þar sem móðir hennar, Kristjana Sigurðardóttir, þroskaþjálfi ólst upp, og úr Skagafirði þar sem faðir hennar, Tómas Björn Þórhallsson, pípulagningameistari og síðar húsvörður við Sunnuhlíð er alinn upp.

Halla var skiptinemi í Bandaríkjunum og bjó þar í tíu ár. Þá lærði hún viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og mannauðsmál og lauk alþjóðlegri MBA gráðu með áherslu á alþjóðleg samskipti og tungumál.

Halla tilkynnti um framboð sitt að viðstöddum fjölmiðlum, fjölskyldu og ...
Halla tilkynnti um framboð sitt að viðstöddum fjölmiðlum, fjölskyldu og stuðningsmönnum. mbl.is/Árni Sæberg

Stofnaði Auði Capital árið 2007

Á ferli sínum hefur Halla komið víða við. Meðal annars kom hún að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og leiddi verkefnið „Auður í krafti kvenna“, sem sett var á laggirnar árið 2000 til að efla at­vinnu­sköp­un­ fyrir konur.

Árið 2006 tók hún við stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs en sagði þar upp störfum ári síðar til að stofna fyrirtækið Auði Capital. 

Árið 2010 var eigið fé Auðar Capital metið á 1,1 milljarð króna og var félagið þá skuldlaust. Hlutur Höllu í félaginu, sem var um 15%, var svo keyptur að mestu árið 2011. Svo fór að Auður Capital sameinaðist félaginu Virðingu í lok sumars 2014.

„Og ekkert virkaði á Íslandi þann dag“

Í fyrirlestri á TED-ráðstefnu árið 2010, þar sem Halla ræddi um hagnýti kvenlegra gilda við fjárfestingar, sagði hún kvennafrídaginn árið 1975 hafa haft mikil áhrif á sig. Þá sagði hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands vera sér mikil fyrirmynd.

„Ég vil segja ykkur frá því þegar ég uppgötvaði fyrst að konur skipta máli fyrir efnahag lands og samfélag þess. Ég var sjö ára, 24. október árið 1975. Konur á Íslandi tóku sér frídag, hvort sem það var frá vinnu eða heimilisstörfum þá tóku þær sér frí. Og ekkert virkaði á Íslandi þann dag,“ sagði Halla og uppskar mikil hlátrasköll í salnum.

„Þær þrömmuðu í miðbæ Reykjavíkur og settu málefni kvenna á dagskrá. Og sumir segja að þarna hafi hafist alþjóðleg hreyfing. Fyrir mig var þetta upphafið á langri vegferð. Þennan dag ákvað ég að skipta máli.“

Ætlaði ekki að hafa þjóðina á brjósti

Fimm árum seinna var Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti Íslands.

„Einstæð móðir sem hafði látið fjarlægja annað brjóst sitt vegna brjóstakrabbameins. Og á einum kosningafundi ýjaði karlkyns keppinautur hennar um embættið að því að hún gæti ekki sinnt embættinu, hún væri kona, og í raun aðeins hálf kona.“

Þessa nótt sagði Halla að Vigdís hefði unnið kosningarnar.

„Ekki aðeins vegna ömurlegrar hegðunar hans heldur tilsvars síns. Hún sagði; Ég hafði í raun ekki ætlað mér að hafa þjóðina á brjósti. Ég ætla mér að leiða hana.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gallabuxur fyrir neðan virðingu Alþingis

14:05 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti á Alþingi í dag áhyggjum af tilslökun hefða og að ekki nægileg virðing fyrir þinginu væri sýnd með því að brjóta gegn reglum þingsins um klæðaburð. Meira »

Játa að hafa ráðist á dyraverði

13:58 Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir líkamsárás á dyraverði við skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudags 26. ágúst í ár játa sök í öðrum tveggja ákæruliða. Seinni liðnum var hafnað að mestu. Meira »

Mátti ekki synja fólki um greiðsluþátttöku

13:42 Ekki má synja fólki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna öryggiskallkerfis, á þeim forsendum einum að viðkomandi leigi íbúð af sveitarfélagi. Túlkun stjórnvalda þess efnis á reglugerð var ekki í samræmi við lög að áliti umboðsmanns. Meira »

Öll ungmenni fá frítt í sund í Kópavogi

13:35 Allir yngri en átján ára fá aðgang að sundlaugum Kópavogsbæjar endurgjaldslaust frá áramótum. Ákvörðun þess efnis var samþykkt í bæjarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2019. Hingað til hefur verið frítt í sund fyrir yngri en 10 ára og eldriborgara. Meira »

Opna 12. janúar og ferðin á 1.500 kr.

13:34 Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð 12. janúar á næst ári. Veggjöld um göngin verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli og er grunngjald fyrir bíla undir 3,5 tonnum 1.500 krónur á hverja ferð. Meira »

„Misræmið byggir á ólíkri upplifun“

13:21 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ætlun hans hafi aldrei verið að rengja frásögn Báru Huldar Beck eða draga úr sínum hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Meira »

Reyndi að slökkva eld í nágrannaíbúð

13:03 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út undir hádegi eftir að tilkynning barst um eld í íbúð í Írabakka í Breiðholtinu. Voru slökkviliðsbílar frá öllum stöðvum sendir á vettvang en talið var í fyrstu að einstaklingur væri innlyksa í íbúðinni. Meira »

Farþegar biðu um borð í 13 vélum

12:14 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli eru nú komnir í notkun. Þetta segir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via. Farþegar biðu í 13 flugvélum á Keflavíkurflugvelli er mest var í morgun og höfðu þá átta vélar komið inn til lendingar, auk fimm véla sem hluti farþega var kominn um borð í áður en veður versnaði. Meira »

Veggjöld ekki til umræðu

12:09 Veggjöld verða ekki tekin upp á næstunni og liggur ekki fyrir Alþingi tillaga þess efnis, segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hins vegar sé takmarkað hvaða fjármögnunarleiðir verði skoðaðar í sambandi við væntanlegt frumvarp. Meira »

Ágúst stóð einn að sinni yfirlýsingu

12:07 „Það er munur á þeim,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um misræmi milli yfirlýsingar Ágústs Ólafs Ágústssonar og svars Báru Huldar Beck, þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við. Meira »

Reyndi ítrekað að kyssa hana

11:12 „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“ Meira »

Öll vinna stöðvuð vegna asbests

11:02 Við heimsókn Vinnueftirlitsins í kjallarabyggingu Húsfélags alþýðu, sem hýsir aflagða olíukatla og miðlunartanka undir húsum við Hofsvallagötu, kom í ljós að búnaðurinn er klæddur með einangrun sem inniheldur asbest. Öll vinna í kjallarabyggingunni var því bönnuð. Meira »

Þakplötur og trampólín fjúka í lægðinni

11:00 Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi hafa verið kallaðar út í morgun vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvesturhorn landsins. Sinnir björgunarsveitafólk nú útköllum vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og svo trampólínum. Meira »

Á fjórða hundrað á biðlista

10:43 Fjöldi þeirra sem bíður eftir hjúkrunarrými hefur aukist úr 226 í 362 eða um 60% á landsvísu frá janúar 2014 til janúar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu umfram 90 daga eftir hjúkrunarrými um 35%. Á landsvísu var meðallengd biðar eftir úthlutun hjúkrunarrýmis 116 dagar á þriðja ársfjórðungi 2018. Meira »

Amber komin að bryggju á Höfn

10:27 Hol­lenska flutn­inga­skipið Am­ber, sem strandaði á sandrifi í inn­sigl­ingu Horna­fjarðar­hafn­ar, er nú komið að bryggju á Höfn í Hornafirði. Þetta staðfesti Vign­ir Júlí­us­son, for­stöðumaður Horna­fjarðar­hafn­ar, í sam­tali við mbl.is og segir Amber hafa losnað á há­flóðinu nú í morg­un. Meira »

Bílvelta á Reykjanesbraut

10:26 Flutningabíll valt við Kúagerði á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun en bálhvasst er á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er bílstjórinn ekki talinn alvarlega slasaður. Meira »

Skútuþjófurinn ekki áfram í farbanni

10:04 Farbann yfir Þjóðverjanum sem ákærður hefur verið fyrir að stela skútu úr höfninni á Ísafirði í október hefur ekki verið framlengt, en það rann út í gær. Málið var flutt fimmtudag í síðustu viku og hefur ekki verið talin ástæða til þess að framlengja farbannið, upplýsir lögreglan á Vestfjörðum. Meira »

Garnaveiki greindist í Austfjarðahólfi

09:42 Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir eru í Austfjarðahólfi, en í hólfinu var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki þar í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ásgeirsstöðum á Fljótsdalshéraði árið 1986. Meira »

Mikil röskun á flugi innanlands og utan

09:27 Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs og tafir hafa einnig verið á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar bíða nú í sjö vélum á flugvellinum. þá er búið að aflýsa öllu flugi til Ísafjarðar í dag og athuga á með flug til Egilsstaða og Akureyrar klukkan 12.30. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...
Canon EOS námskeið fyrir byrjendur.
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. 3j...
Námskeið fyrir áhugaljósmyndara
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...