Bifreiðin full af þýfi

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan handtók tvo menn á fjórða tímanum í nótt í vesturbænum en bifreiðin sem þeir voru á var full af þýfi. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í nýbyggingu í vesturbænum og var talið að tveir menn hefðu verið þar á ferð. Nokkrum mínútum síðar stöðvaði lögreglan bifreið mannanna tveggja þar skammt frá.

Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina Hverfisgötu og að lokinni sýnatöku var ökumaðurinn og farþeginn í bifreið hans vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert