Fjárfestar á evrópska efnahagssvæðinu hafa áhuga á Grímsstöðum á Fjöllum

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

Tvö erlend fjárfestingafélög á evrópska efnahagssvæðinu hafa sýnt Grímsstöðum á Fjöllum áhuga að undanförnu.

Jörðin nær yfir 300 km² og er ein sú stærsta á landinu. Flatarmál Íslands er um 103.000 km² og hún nær því yfir um 0,3% af flatarmáli þess. Er uppsett verð rúmur milljarður króna. Áhuginn á jörðinni er aðallega að utan og mun Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali fara út í apríl til að kynna jörðina fyrir fjárfestum.

Tilraunir kínverska fjárfestisins Huangs Nubos til þess að kaupa jörðina fóru út um þúfur um árið og hefur jörðin verið auglýst til sölu á evrópska efnahagssvæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert