Krefjandi leiksvæði fyrir börnin

Guðrún Birna Sigmarsdóttir landslagsarkitekt.
Guðrún Birna Sigmarsdóttir landslagsarkitekt. Mynd/Styrmir Kári

Útisvæði leikskóla er dýrmætt fyrir börn og mikilvægt að það sé krefjandi og ýti undir leik. Guðrún Birna Sigmarsdóttir landslagsarkitekt segir mikilvægt að standa vörð um leikskólalóðina þegar unnið sé að þéttingu byggðar.

Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, stóð fyrir málstofu um hönnun, mikilvægi vandaðra leikskólalóða og framtíð þeirra í borgarlandslaginu í tengslum við Hönnunarmars á Kjarvalsstöðum. Málstofan fór fram samhliða sýningu á verkum félagsmanna FÍLA tengdum málefninu, sem haldin var í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þátttakan var góð og mættu um 120 manns á málstofuna, sem var framar björtustu vonum skipuleggjenda að sögn Guðrúnar Birnu, eins verkefnastjóra sýningarinnar.

Gaman er að segja frá því að vegna þessa mikla áhuga hefur sýningin verið flutt í Borgartún 12-14 þar sem hægt verður að skoða hana til 1. apríl, hið minnsta.

„Til þess að geta þétt byggð er það á kostnað einhvers og það er yfirleitt á kostnað grænu svæðanna og leikskólalóðanna, þessara svæða sem eru okkur kær,“ segir hún og segir frá því að í Stokkhólmi séu dæmi um að leikskólalóðir hafi verið minnkaðar við þéttingu byggðar. Hún bendir á mikilvægi samstarfs sveitarfélaga, landslagsarkitekta og fleiri hópa við að meta mikilvægi svæðanna. 

Hún segir vanta meiri breidd í leiksvæðin. „Auðvitað þurfum við að hafa staðla og það er mikilvægt að hafa þá en það þýðir ekki að leiksvæði þurfi að vera steríl,“ segir Guðrún Birna.

Nánari umfjöllun um leiksvæði barna er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Öðruvísi leiksvæði með steinum og stubbum.
Öðruvísi leiksvæði með steinum og stubbum. Ljósmynd/Landark
Frá sýningunni. Stór hluti af verkefnum landslagsarkitekta snýst um börn.
Frá sýningunni. Stór hluti af verkefnum landslagsarkitekta snýst um börn. Mynd/Styrmir Kári
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert