Arndís Linn fékk meirihluta atkvæða

Mosfellsbær
Mosfellsbær Sigurður Bogi Sævarsson

Kosning prests í Mosfellsprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi fór fram í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3 í Mosfellsbæ í gær.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram frá 4. mars til og með 17. mars.

Einn var í kjöri, séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn.

Á kjörskrá voru 5237 manns, 472 greiddu atkvæði, einn skilaði auðu.

Niðurstaða kosninganna liggur því fyrir og hlaut séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn meirihluta greiddra atkvæða.

Frétt mbl.is: Einn sótti um stöðu prests

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert