Bæjarskrifstofurnar verði við Digranesveg

Húsnæði Íslandsbanka við Digranesveg er ofan á gjánni. Húsið sést …
Húsnæði Íslandsbanka við Digranesveg er ofan á gjánni. Húsið sést hér til vinstri á myndinni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tillaga liggur fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi Kópavogs um að samþykkt verði að kaupa nýtt húsnæði undir bæjarskrifstofurnar að Digranesvegi 1, nánar tiltekið þar sem Íslandsbanki hefur starfrækt útibú sitt við Hálsatorg. Kaupverðið er 585 milljónir.

Frá þessu er greint í Kópavogsblaðinu. 

Húsnæðið er á tveimur hæðum, samtals 2.000 fermetrar, og býður upp á stækkunarmöguleika. Velferðarsvið Kópavogsbæjar verður fyrst í stað áfram í Fannborg en stefnt er að því að selja tvö önnur hús í Fannborg sem hýst hafa bæjarskrifstofurnar.

Stefnt er að því að hluti bæjarskrifstofanna flytji á næstu mánuðum og að flutningum verði lokið um næstu áramót, ef bæjarstjórn staðfestir tillöguna á fundi sínum á þriðjudag.

Skrifstofuhúsnæðið að Fannborg verður aftur auglýst til sölu. Jafnframt er lagt til að Hressingarhælið á Kópavogstúni verði fundarsalur bæjarstjórnar og formlegt móttökuhús bæjarins.

Frétt mbl.is: Breyta húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs

Frétt mbl.is: Ákvörðun um bæjarskrifstofur í vikunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert