Ekki nóg að vera bara reiður

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

„Þetta mál er risavaxið og undir öllum eðlilegum kringumstæðum myndi maður gera ráð fyrir að þingið myndi lýsa yfir vantrausti á ráðherra við svona fréttir. Þetta er hins vegar eitthvað sem þarf að ræða. Það er ýmislegt sem skiptir máli, til dæmis að allt komi fram sem geri þingmönnum meirihlutans kleift að móta sína skoðun.

Svo liggur líka fyrir að þingið kemur ekki saman í tvær vikur, það verður í fyrsta lagi hægt að leggja þetta fram eftir tvær vikur og þá veit maður ekki hvernig staðan verður,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is.

Málið hefur ekki verið rætt formlega meðal þingmanna Vinstri grænna en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir í samtali við mbl.is að mörgum spurningum sé ósvarað í málinu. Þá gerir hún ráð fyrir að farið verði yfir málið áður en þing kemur saman á ný eftir páskafrí. 

Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að möguleg vantrauststillaga á forsætisráðherra hafi verið rædd innan allra stjórnarandstöðuflokkanna en þeir hafi hins vegar ekki rætt saman formlega um sameiginlega tillögu. Þeir vilji hins vegar að forsætisráðherra svari ýmsum spurningum sem ekki hafi verið svarað í þinginu fyrir páskafrí.

Málið snýst um aflandsfélag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á Bresku Jómfrúareyjunum. Alþingi kemur næst saman eftir tvær vikur, eða mánudaginn 4. apríl vegna páskafrís þingmanna.

Frétt mbl.is: Vantraust á forsætisráðherra

Vantrauststillaga er ályktun löggjafarþings í þingræðisríki um að ríkisstjórn í heild eða einstakir ráðherrar njóti ekki stuðnings þingsins og beri því að segja af sér.

„Geðveikislegir“ hagsmunir forsætisráðherra

Helgi Hrafn segist aðspurður gera ráð fyrir að verið sé að ræða málið í öllum hornum, það sé af þeirri stærðargráðu. „Þetta kemur upp rétt fyrir páskahlé og fólk er búið að gera sínar áætlanir. Þannig að það er óheppilegur tími fyrir fólk til að hittast en fólk talar auðvitað saman,“ segir Helgi Hrafn.

Hann segir mikilvægt að halda því til haga að tillaga sem þessi snúist ekki aðeins um hvort hún verði lögð fram eða ekki. Hún snúist einnig um hvenær hún verður lögð fram og á hvaða forsendum. Ekki sé nóg að vera bara hneykslaður og reiður heldur þurfi að útskýra hvers vegna og á hvaða forsendum tillagan sé lögð fram.

„Svo skiptir verulegu máli, vegna þess að vantrauststillaga snýst ekki bara um minnihlutann að tjá reiði sína, að þingmenn meirihlutans fá að hugsa sinn gang almennilega, það skiptir líka máli. Það er ekki bara stjórnarandstaðan og hennar einkamál hvort og hvenær vantrausti er lýst yfir. Þetta er mál þingsins á móti ríkisstjórn,“ segir Helgi Hrafn.  

„Í engu þingi í lýðræðislegu samfélagi ætti þetta að þykja í lagi. Hvernig þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] brugðust við fyrst var auðvitað fáránlegt, að það væri einhver skepnuskapur af þingmönnum minnihlutans að tala um þetta og vera hneyskslaðir á þessu.

Eins og það sé einhver lágkúra að tala um það að forsætisráðherra landsins hafi geðveikislegra hagsmuna að gæta í máli sem hann er í forsvari fyrir. Maður veltir sér hvernig það muni þróast á tveggja vikna tímabili, hvernig þeir fara að sjá málin og hugsa um þau með tímanum,“ segir Helgi Hrafn að lokum.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert

Uppfært kl. 11.01

Mjög mörgum spurningum ósvarað

„Það liggur algjörlega fyrir að það er mjög mörgum spurningum ósvarað að hálfu forsætisráðherra og það liggur algjörlega fyrir að þetta hlýtur að rýra mjög traust á hans störfum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um málið.

Hún segir það ekki hafa verið rætt formlega meðal þingmanna flokksins en eðilega hafi þingmennirnir rætt málið sín á milli á óformlegum nótum. Katrín væntir þess að farið verði yfir stöðuna áður en þing kemur saman eftir páskafrí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...