Hætta á stórslysi við Gullfoss

Ferðamenn hunsa ítrekað lokun á stíg við Gullfoss.
Ferðamenn hunsa ítrekað lokun á stíg við Gullfoss. Ljósmynd/Bragi Kort

Ferðamenn hunsa ítrekað lokun og viðvaranir lögreglu við Gullfoss. Varasamar aðstæður eru við fossinn og hefur stígur sem liggur að honum verið lokaður um nokkra hríð. Lögreglan setti m.a. gulan borða til viðbótar við hlið og skilti sem sýna lokun en það breytti engu. Eru dæmi um að ferðamenn hætti sér út á snjóhengju við fossinn.

Diðrik Haraldsson, veitingamaður við Gullfoss, segir að það sé svo til daglegur viðburður að fólk fari framhjá lokunum. „Lögreglan lokaði þessu með borða eftir að fólk sást niðri á snjóhengjunni við fossbrúnina. Það er því alveg ljóst að ekki er heimilt að fara þarna niður, það hefur stoppað einhverja en ekki alla,“ segir Diðrik. Að mati hans er hætta á slysi. „Ef það verður slys þarna þá er hætta á því að það verði stórslys,“ segir Diðrik.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert