Heitavatnslaust í Seláshverfi

mbl.is/Hjörtur

Heitavatnslaust verður í dag í mestöllu Seláshverfinu í Reykjavík frá klukkan 9-17 vegna viðgerðar á aðveituæð hitaveitunnar. Fram kemur í tilkynningu frá Veitum að um sé að ræða allt Seláshverfið að undanskildum Brúnási og Brautarási 1-19.

„Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Verði kalt á mánudaginn er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert