Veður fer kólnandi á skírdag

mbl.is/Styrmir Kári

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir austlægri átt á landinu, 5-10 metrum á sekúndu, en síðan suðaustanátt 8-15 m/s með morgninum og rigningu. Hvassast verður við suður- og suðvesturströndina. Hægari átt og úrkomulítið verður um landið norðaustanvert fram eftir degi.

Það mun síðan draga úr vindi í kvöld. Fremur hæg suðlæg átt verður á landinu í nótt og í fyrramálið og víða dálítil væta, en síðan úrkomulítið. Vaxandi norðaustan átt og él á Vestfjörðum annað kvöld. Hiti 3 til 10 stig að deginum.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofunnar að skil gangi norðaustur yfir landið í dag með stífri suðaustan átt og rigningu eða súld. Á morgun verði hæg suðlæg átt á landinu og áfram milt veður.

Skúrir verði á víð og dreif á morgun, einkum fyrripart dags. Á fimmtudag og föstudag verði fremur vætusamt og kólnandi veður og búast megi því við slyddu eða rigningu víða um land og síðar einnig snjókomu fyrir norðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert