Fjölskyldunni verður vísað úr landi

Dega fjölskyldan hefur fengið staðfest að þeim verði vísað úr …
Dega fjölskyldan hefur fengið staðfest að þeim verði vísað úr landi. mbl.is/Árni Sæberg

Dega fjöl­skyldunni frá Alban­íu, var í dag tilkynnt að fyrri ákvörðun standi um að vísa þeim úr landi. „Maður óttaðist nátt­úru­lega að þetta myndi gerast,“ seg­ir séra Þór­hall­ur Heim­is­son, sem hef­ur aðstoða fjöl­skyld­una við að reyna að fá hæli hér á landi.

Fjölskyldan hefur ekki fengið uppgefið hvenær henni verður gert að yfirgefa landið, en þau flúðu frá Alban­íu á síðasta ári sök­um of­sókna vegna stjórn­mála­skoðana og vegna lé­legr­ar geðheil­brigðisþjón­ustu fyr­ir elsta son­inn sem glím­ir við geðklofa.  

Þeim var synjað um hæli þann 14. októ­ber í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kær­u­nefnd út­lend­inga­mála stuttu eft­ir ára­mót.

„Ekkert búinn að gefa þetta upp á bátinn“

„Við höfum ekki fengið upp gefið af hverju ákvörðunin stendur, þannig að ég er ekkert búinn að gefa þetta upp á bátinn. En þetta er niðurstaða dagsins,“ segir Þórhallur sem hefur ásamt fleiri stuðningsmönnum fjölskyldunnar unnið að því að þau uppfylli skilyrði fyrir að fá dvalarleyfi. Hafa hjónin m.a. bæði fengið tilboð um vinnu fái þau að vera hér áfram.

Hann segir fjölskylduna vissulega vera vonsvikna. „Þau eru orðin óskaplega þreytt.. Þetta er búið að taka langan tíma og hefur neikvæð áhrif á alla fjölskylduna. Þau eru örvæntingafull því þau hafa ekki að neinu að snúa og aðstæður fyrir þau í Albaníu eru slæmar bæði félagslega og vegna stjórnmálaskoðana föðurins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert