Ánægð með að málinu sé lokið

Frá flugeldasölu Landsbjargar um síðustu áramót.
Frá flugeldasölu Landsbjargar um síðustu áramót. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum ánægð með að þessu máli skuli vera lokið. Við tökum undir orð Hæstaréttar um að við hefðum getað merkt þetta betur,“ segir Smári Sigurðsson formaður Landsbjargar um dóm sem féll í gær í máli manns sem slasaðist þegar hluti skottertu skaust í andlit hans.

Frétt mbl.is: Landsbjörg ber helmingsábyrgð

Í dómi Hæsta­rétt­ar kom fram að all­ar leiðbein­ing­ar á tert­unni hefðu sam­rýmst þeim kröf­um sem gerðar væru til leiðbein­inga í reglu­gerð um skotelda að því und­an­skildu að ekki voru leiðbein­ing­ar um að ör­ygg­is­fjar­lægð væri 25 metr­ar.

Þar sem leiðbein­ing­arn­ar hefðu ekki verið jafn ít­ar­leg­ar og ákvæði reglu­gerðar­inn­ar mæltu fyr­ir um var talið að ágalli hefði verið á tert­unni og að á þeim ágalla bæri Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg ábyrgð.

Gengið lengra en lágmarkskröfur

„Frá því að þetta slys varð þá höfum við bætt úr þessum ágalla og gert gangskör að því að endurskoða allar okkar vörur og laga allt sem var ábótavant,“ segir Smári í samtali við mbl.is.

„Síðan þá eru einnig komnar strangari reglugerðir en við höfum CE-vottað vörurnar okkar og í raun gengið lengra en lágmarkskröfur gera ráð fyrir.

Við lítum það alvarlegum augum þegar fólk slasast og tökum fullt tillit til þess sem segir í dómnum. Við erum ánægð með að málinu sé lokið með fastri niðurstöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert