Mjög lítið um kortasvindl á Íslandi

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Eftir að greiðslukortaeigendur þurftu að fara að leggja „pinnið á minnið“ hefur dregið úr kortasvindli hérlendis.

Rúmt ár er síðan flestar verslanir og þjónustustofnanir fóru að fara fram á að korthafar hefðu PIN-númerið sitt á hreinu til að geta greitt fyrir vörur og þjónustu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hafliði Þórðarson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að það hafi dregið verulega úr því að fólk valsi um með stolin greiðslukort eftir að farið var fram á PIN-númer. Kortastuldur hafi færst yfir á netverslun þar sem aðeins er gerð krafa á kortanúmerið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert