Tvö vinnumansalsmál á fáum dögum

mbl.is/Ómar

ASÍ hefur á síðustu dögum fengið tvær ábendingar um vinnumansal og einnig ábendingu um að atvinnuleyfi væru keypt fyrir háar fjárhæðir.

Mansal virðist algengara en flestir gera sér grein fyrir og brá Starfsgreinasambandið á það ráð að gefa út handbók fyrir starfsfólk stéttafélaga um mansal á vinnumarkaði í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er rannsókn mansalsmálsins í Vík á góðri leið. „Við erum á lokasprettinum og leggjum áherslu að ljúka málinu sem allra fyrst,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögreglumaður á Suðurlandi, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert