Handtóku þrjá fíkniefnasala

mbl.is/Júlíus

Lögreglan handtók þrjá menn í Breiðholti um níu leytið í gærkvöldi en þeir eru grunaðir um að selja fíkniefni. Þeir eru allir vistaðir í fangageymslu vegna rannsókn málsins. Fíkniefni léku stórt hlutverk í brotum gærkvöldsins og í nótt en átta gista fangageymslur í tengslum við þrjú mál sem komu upp í gærkvöldi og nótt. Þeir eru allir útlendir.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi stöðvaði lögreglan bifreið á Breiðholtsbraut við Reykjanesbraut eftir að bifreiðinni hafði verið ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.  Ökumaðurinn var einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna. Skömmu síðar hafði lögreglan afskipti af manni við Breiðholtsbraut en hann var með fíkniefni í fórum sínum.

Um eittleytið stöðvaði lögreglan bifreið í Gnoðarvogi en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Farþegi bifreiðarinnar var einnig með fíkniefni á sér. 

Á fimmta tímanum var síðan ökumaður stöðvaður á Miklubraut en sá ók undir áhrifum fíkniefna. 

Þegar lögreglan stöðvaði bifreið á Reykjavíkurvegi við Skalla um eitt leytið í nótt kom í ljós að þeir sem voru í bifreiðinni höfðu hent út úr bílnum fíkniefnum sem þeir voru með á sér eftir að lögregla gaf þeim merki um að stöðva.  

Um hálf fimm í nótt stöðvaði lögreglan ökumann í Mosfellsbæ en sá er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert