Kominn í hendur björgunarsveitarmanna

Frá björgun mannsins nú fyrir skömmu.
Frá björgun mannsins nú fyrir skömmu. Ljósmynd/Landsbjörg

Maðurinn sem óskaði eftir aðstoð rétt vestan við Dettifoss fyrr í dag er kominn í hendur björgunarsveitarmanna.

Þrátt fyrir algera blindu tókst björgunarmönnum skjótt að finna manninn að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Þar kemur fram að maðurinn hafi verið á snjóþrúgum og að hann hafi dregið sleða á eftir sér með farangrinum. Þá hafi áætlun hans verið að ganga um hálendið á næstunni.

„Vegna þess hversu djúpt hann sökk í snjóinn gekk ferðin afar hægt og gerði hann hið eina rétta, að biðja um aðstoð. Björgunarsveitarmenn verða komnir með manninn til byggða um kvöldmat.“

Frétt mbl.is: Leita göngumanns vestur af Dettifossi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert