Á 110 km hraða í vímu

Lögreglan stöðvaði bifreið í Ártúnsbrekkunni  í nótt en henni var ekið á 110 km hraða en hámarkshraði þarna er 80 km/klst. Ökumaðurinn var undnir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna.

Um eitt í nótt barst lögreglunni tilkynning um umferðaróhapp á bifreiðastæði við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Sá sem olli tjóninu er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna og aka ítrekað sviptur ökuréttindum.  Maðurinn vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert