Ákvarðanir um áminningu og dagsektir felldar úr gildi

Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja í Eyjum.
Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja í Eyjum. Ljósmynd/Ómar Garðarsson

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi þrjár ákvarðanir Umhverfisstofnunar um að veita Ísfélagi Vestmannaeyja áminningu og beitingu dagsekta.

Málið snýr að fiskmjölsverksmiðju félagsins í Þórshöfn og í Vestmannaeyjum og notkun verksmiðjuolíu.

Umhverfisstofnun tilkynnti félaginu hinn 13. mars 2013 að olían sem notuð væri í starfsemi verksmiðjunnar teldist til úrgangsolíu og að til þess að heimilt væri að brenna hana þyrfti að uppfylla skilyrði reglugerðar, auk þess að sækja um nýtt starfsleyfi. Var Ísfélaginu veitt áminning vegna brennslu olíunnar í verksmiðjunni á Þórshöfn og veittur frestur til úrbóta. Var sá úrskurður kærður til úrskurðarnefndarinnar. Í ágúst 2015 ákvað Umhverfisstofnun að beita félagið dagsektum að upphæð 25 þúsund krónur fyrir hverja starfsstöð. Voru þær ákvarðanir Umhverfisstofnunar einnig kærðar til úrskurðarnefndarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert