EVE spilarar flokka prótein

Um daginn var viðbót í EVE-online hleypt af stokkunum þar sem spilarar flokka prótein í þágu vísinda og hljóta að launum verðlaun innan leiksins. Verkefnið sem nefnist Project Discovery hefur hlotið mikla athygli en nú þegar hafa 85 þúsund myndir af próteinum verið greindar til fulls af spilurum.

Ásamt framleiðanda leiksins CCP, standa Háskólinn í Reykjavík, sænska fyrirtækið

<a href="http://www.proteinatlas.org/subcellular">The Human Protein Atlas</a>

og MMOS (

<span>Massively Multiplayer Online Science) að verkefninu. Með því að greina myndir af próteinum og flokka fæst betri skilningur á hlutverki þeirra innan fruma. Þannig fæst m.a. betri skilningur á tengslum þeirra við sjúkdóma.</span> <span>„Nú erum við búin að byggja framework (umgjörð) til að gera fleiri svona verkefni,“ segir Bergur Finnbogason, framleiðandi hjá CCP. Hugsanlegt væri að taka þátt í að vinna úr tölulegum upplýsingum eða rannsóknum fyrir verkefni í framtíðinni. </span> <span><span>Nokkrir útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík hafa komið að því að byggja upp umgjörðina fyrir verkefnið ein og </span></span><span>stærsta áskorunin var að trufla ekki upplifun þeirra sem spila leikinn. „Þá höldum við að spilarar muni koma þarna daglega, </span>

sérstaklega ef þeir fá verðlaun inni í leiknum,“ segir Hjalti Leifsson, útskriftarnemi í tölvunarfræði. 

<span> </span> <span>mbl.is kom við í CCP og kynnti sér Project Discovery.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert