Slösuðust á djamminu

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglunni bárust á hálftíma í nótt í tvígang tilkynningar um fólk sem hafði slasast á skemmtistöðum í miðbænum. Eins hafði lögreglan nokkrum sinnum afskipti af fólki í miðbænum vegna fíkniefna í nótt.
Maður sem datt aftur fyrir sig á stað í Austurstræti fékk skurð á hnakka og var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl. Talið að um minniháttar meiðsl sé að ræða. 

Um hálftíma síðar datt kona í stiga á stað í Lækjargötu og missti meðvitund við fallið. Þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn var konan að jafna sig og ekki talin alvarlega slösuð.

Í þeim tilvikum sem lögreglan hafði afskipti af fíkniefnum fólks þá var það afgreitt á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert