Fjórir vélsleðamenn slösuðust

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að ná í vélsleðamennina.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að ná í vélsleðamennina. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Fjórir vélsleðamenn slösuðust eftir að hafa ekið vélsleðum sínum fram af snjóhengju. Slysið varð við Jarlhettur, sem er fjallaröð fyrir sunnan Langjökul, og barst Neyðarlínunni tilkynning um það fyrir um hálftíma síðan.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er ekki talið að vélsleðamennirnir séu alvarlega slasaðir.

Alls voru sex vélsleðamenn sem óku fram af hengjunni en fjórir þeirra slösuðust. Þeir eru á leið í jeppa í skála sem þar er í nágrenninu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn, ásamt björgunarsveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert