Gestir til algjörrar fyrirmyndar

Magga Stína og Halldóra Geirharðs fóru á kostum með félögum …
Magga Stína og Halldóra Geirharðs fóru á kostum með félögum sínum í Risaeðlunni á tónleikunum í gærkvöldi mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Þorkell Þorkelsson, varðstjóri í lögreglunni á Ísafirði, er ánægður með bæjarbúa og gesti í bænum um páskana. Gestir á hátíðinni Aldrei fór ég suður eru til algjörrar fyrirmyndar og ekki vesen á nokkrum manni. 

Risaeðlan
Risaeðlan mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Mjög margt fólk er á Ísafirði um páskana enda margt í gangi, bæði tónlistarhátíðin og fjölmargir viðburðir á skíðasvæðunum og í bænum sjálfum. 

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Að sögn Þorkels er mikið af fjölskyldufólki meðal gesta á tónlistarhátíðinni og virðist sem allir skemmti sér hið besta, ungir sem aldnir. Það hafi því verið rólegar vaktir hjá lögreglunni á Ísafirði um páskana þrátt fyrir fjölmennið.

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Ljósmyndari mbl.is Halldór Sveinbjörnsson kíkti á tónleika í gærkvöldi og tók myndir af tónlistarfólkinu og gestum.

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Dagskráin í gærkvöldi:

20:00 GKR
20:40 Mamma Hestur
21:20 Emilíana Torrini
22:00 Úlfur Úlfur
22:40 Risaeðlan
23:20 Tonik Ensemble
24:00 Sykur

Aldrei fór ég suður
Aldrei fór ég suður mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert