Rafmagnslaust í Fossvoginum

Fossvogurinn í Reykjavík.
Fossvogurinn í Reykjavík. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Rafmagn fór af í Fossvoginum í Reykjavík fyrir stuttu síðan og ekki hefur tekist að ráða bug á vandanum.

Engar upplýsingar hafa borist um hvað það er sem veldur rafmagnsleysinu.

Uppfært kl. 22.43: Fram kemur á Veitur.is að um bilun sé að ræða og er fólki bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem slökkva ekki á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. 

Einnig er fólki ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörpum. 

Jafnframt er fólk hvatt til að hafa ekki kæli- eða frystiskápa lengur opna en nauðsyn krefur. 

Uppfært kl. 22:54: Rafmagnið fór af í Fossvogi vegna háspennubilunar. Unnið er að viðgerð og er vonast til að rafmagnið verði komið aftur á innan stundar, samkvæmt Veitur.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert