„Það tapar enginn á þessari baráttu“

Um þess­ar mund­ir er ár liðið frá Free The Nipple-deg­in­um svo­kallaða sem tröll­reið ís­lensku sam­fé­lagi. Á deg­in­um sjálf­um myndaðist gíf­ur­leg samstaða á milli kvenna sem ým­ist birtu á sér mynd­ir ber­brjósta á net­inu eða fóru alla leið og beruðu brjóst­in á al­manna­færi. Dag­ur­inn var án efa mest áber­andi í fram­halds­skól­um lands­ins og hafði hann mik­il áhrif á ungu kyn­slóðina að mati full­trúa ungra femín­ista.

Fyrri frétt mbl.is: „Stelpur komu út, bara berbrjósta“

Mbl.is ræddi við formenn Femínistafélags NFVÍ í Verslunarskóla Íslands um upp­lif­un þeirra á deg­in­um og umræðuna um jafn­rétti meðal ung­menna. Að þeirra mati hafði dagurinn gífurleg áhrif og er hægt að tengja hann við allar þær netbyltingar sem urðu á síðasta ári. Þá eru fleiri farnir að finna sig í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.

 Myndband sem birtist að hluta til í myndskeiðinu hér að ofan var tekið af Andra Haraldssyni á Free The Nipple deginum í fyrra og láðist að nefna það þegar að myndskeiðið var birt fyrst. Beðist er velvirðingar á því. Hægt er að sjá það í heild sinni hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert