Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Hálkubletti má finna á Hellisheiði og í Þrengslum.
Hálkubletti má finna á Hellisheiði og í Þrengslum.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá eru einnig hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum og mjög víða á Suðurlandi auk þess sem hálka er á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Á Vesturlandi er víðast greiðfært en hálkublettir eða hálka á örfáum köflum, einkum fjallvegum. Á Vestfjörðum eru hálkublettir nokkuð víða en snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Á Norðurlandi vestra eru vegir sagðir nánast auðir en þó er snjóþekja á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi. Þá er hálka á Öxnadalsheiði og hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðausturlandi og Austurlandi.

Ófært er um Breiðdalsheiði en greiðfært er með suðausturströndinni að Kirkjubæjarklaustri. Þaðan er hálka á nokkrum köflum vestur undir Eyjafjöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert