Leggur til 12,7% launahækkun

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn álversins í Straumsvík fá 490 þúsund króna eingreiðslu og laun þeirra hækka um 12,7% frá 1. mars samkvæmt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins og vísað í upplýsingar sem það hafi undir höndum.

Frétt mbl.is: Miðlunartillaga í álversdeilu

Miðlunartillagan var lögð frá fyrir páska en ríkissáttasemjari hefur heimild til þess að leggja slíka tillögu fram telji hann ljóst að frekari sáttaumleitanir um þau atriði sem út af standi muni ekki bera árangur. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á morgun og lýkur 11. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert