„Í þessum helli hafa margir Eyfellingar komið undir“

Þeir eru engin fuglabein bræðurnir Benjamín og Guðjón Kristinssynir enda …
Þeir eru engin fuglabein bræðurnir Benjamín og Guðjón Kristinssynir enda frá Dröngum á Ströndum.

„Inn af þessu fjárhúsi er mjög merkilegur, manngerður hellir sem enginn veit hversu gamall er. Hann er stór, á þremur hæðum, og þar sjást merki um hin ýmsu byggingarstig. Hann hefur verið þiljaður af og innst í honum hefur greinilega verið höggvið úr fyrir rúmbálki. Við getum því gert ráð fyrir að margir Eyfellingar hafi komið undir hér í þessum helli.“

Þetta segir Guðjón Kristinsson hleðslumaður og hlær, en hann ásamt bróður sínum Benjamín vinnur nú að því fyrir Minjastofnun að endurgera gamalt fjárhús sem byggt var framan við helli í Hrútafelli undir Eyjafjöllum.

„Þetta hús var byggt á fjórða áratug tuttugustu aldar og er merkilegt fyrir þær sakir að gamla og nýja verkmenningin mætast í því. Ofan á mæninum voru til dæmis járnplötur, en jafnframt er þakið klætt með steinhellum á gamla mátann. Þetta var að mestu hrunið, hálft þakið stóð uppi en tréverkið var kássufúið,“ segir Guðjón meðal annars í samtali um engurbygginguna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert