Neyð meðal útigangsfólks

Útigangsmenn safnast margir saman yfir daginn á Kaffistofu Samhjálpar í …
Útigangsmenn safnast margir saman yfir daginn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. mbl.is/Jakob Fannar

„Menn deyja áfengisdauða fyrir utan kaffistofuna, ætla að sprauta sig þar inni, það hafa brotist út slagsmál og verið morðhótanir. Einu sinni tók maður upp hníf og ætlaði að drepa þann næsta en sem betur fer beit hnífurinn illa.“

Þetta segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, í Morgunblaðinu í dag um það skelfingarástand sem ríkir á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni, sem orðin er hálfgert félagsheimili útigangsmanna í Reykjavík.

Eftir að Dagsetri fyrir heimilislausa, á Eyjarslóð út á Granda, var lokað í ágúst sl. varð kaffistofan eitt af fáum afdrepum utangarðsmanna og þar halda þeir orðið til. Fá þeir morgunkaffi og heita máltíð í hádeginu, sér að kostnaðarlausu, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni útigangsfólks í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert