Öflugur hástökkvari í Mývatnssveit

Myndin af Perlu er mögnuð
Myndin af Perlu er mögnuð Ljósmynd/Árni Einarsson

„Hún er mjög fjörug og dugleg að æfa sig,“ segir Egill Freysteinsson bóndi á Vagnbrekku í Mývatnssveit um tíkina Perlu en Árni Einarsson tók þessa skemmtilegu mynd af henni á dögunum þar sem hún stekkur hæð sína og eflaust meira en það við það að reyna að grípa snjóbolta.

Að sögn Egils er Perla að verða þriggja ára gömul en hún er af Border Collie kyni. Hann segir Perlu ærslafulla og alltaf til í að leika sér. 

Árni birti myndina af Perlu og móður hennar Skottu á Facebook og skrifaði með : „Kung-fu Perla. Hún Perla í Vagnbrekku er mesti hástökkvari í hundslíki sem ég hef séð.“ Egill vildi ekki tjá sig um hvort að Perla stykki áberandi hátt miðað við aðra hundar sagði hana vissulega öfluga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert