Rúmfatalagerinn opnaður á Fiskislóð

Rúmfatalagerinn verður á milli Byko og Elko á Fiskislóð. Byko …
Rúmfatalagerinn verður á milli Byko og Elko á Fiskislóð. Byko minnkar við sig og bætir vöruúrval. mbl.is/Styrmir Kári

Ný verslun Rúmfatalagersins verður opnuð á Granda í sumar, nánar tiltekið á milli verslana Byko og Elko sem fyrir eru á svæðinu, þ.e. við Fiskislóð.

„Það eru ekki komnar fastar dagsetningar en það er stefnt að því að opna í maí eða júní,“ segir Bjarki H. Beck Brynjarsson, markaðsstjóri Rúmfatalagersins, en það hafi verið markmið fyrirtækisins að efla þjónustu sína við Seltirninga og Vesturbæinga.

„Við vonumst til að okkur verði tekið vel þar og búumst við að allt gangi vel,“ bætir hann við. Verslunin verður 1.200-1.400 fermetrar að stærð og búast má við sama vöruúrvali og er að finna í öðrum verslunum fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert