Tveir lesótóskir nemar í skólanum

Ellefu einstaklingar frá sjö þjóðlöndum í Asíu og Afríku stunda …
Ellefu einstaklingar frá sjö þjóðlöndum í Asíu og Afríku stunda nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á þessu ári. Ljósmynd/Landgræðsluskóli Háskóla SÞ

Tveir Lesótómenn, konur, eru meðal nemenda í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hóf fyrir skömmu árlegt sex mánaða námskeið.

Aldrei áður hefur fólk frá Lesótó verið meðal nemenda skólans. Lesótó er lítið land, inni í miðri Suður-Afríku, og þar eru um tvær milljónir íbúa.

„Þetta er spennandi lítið land, hálent og glímir við mikla landeyðingu meðal annars vegna beitar. Þar eru aðstæður að ýmsu leyti líkar og hér á landi. Vegna þess hversu landið er lítið eru meiri líkur á að okkur takist að hafa áhrif á þróunina,“ segir Berglind Orradóttir, aðstoðarforstöðumaður Landgræðsluskólans, í umfjöllun um starfsemi skólans og nemendur hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert