Vilja svör frá Færeyingum

Færeyska loðnuskipið Fagraberg landar í Neskaupstað.
Færeyska loðnuskipið Fagraberg landar í Neskaupstað. Af vef Sílarvinnslunnar

Samkvæmt samningum Íslendinga og Færeyinga um loðnuveiðar Færeyinga í íslenskri lögsögu ber þeim að landa ákveðnu hlutfalli aflans hér á landi.

Svo virðist sem ekki hafi verið farið að þessu ákvæði samningsins síðustu þrjár loðnuvertíðir og hafa íslensk stjórnvöld farið fram á skýringar af hálfu stjórnvalda í Færeyjum. Jafnframt er Fiskistofa að fara yfir aðgerðir gagnvart færeyskum útgerðum.

„Alls virðast Færeyingar hafa landað um 11.500 tonnum til vinnslu í heimahöfnum síðustu þrjár vertíðir, sem þeir áttu samkvæmt samningum að landa hér á landi. Töpuð framlegð fyrir íslenskar vinnslur gæti verið meira en hálfur milljarður þannig að þetta er mikið tjón,“ segir Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert