Gerum meiri verðmæti úr sjávarafla en aðrar þjóðir

Sjávarútvegur á Íslandi stendur sig ákaflega vel í alþjóðlegu samhengi, að mati Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.

Í erindi á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær bar hann íslenskan sjávarútveg saman við þann norska sem helsta keppinautinn í framleiðslu þorskafurða, að því er fram kemur í umfjöllun um erindið í Morgunblaðinu í dag.

Hann spurði fundargesti hvort þeir vissu „að Íslendingar gera meiri verðmæti úr sjávarafla en aðrir; vinnslustig er hærra á Íslandi en í Noregi; Norðmenn líta til Íslands, þegar kemur að skipulagi veiða og vinnslu; þorskverð til skips er hærra á Íslandi en í Noregi; launin á Dalvík eru hærri en í Noregi; í Noregi er engin sértæk gjaldtaka í sjávarútvegi; umræðan um íslenskan sjávarútveg er önnur hérlendis en erlendis“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »