Röð í ræðustól að krefjast afsagnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þungum þöngum í þingsal í …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þungum þöngum í þingsal í dag.

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa komið í röðum upp í ræðustól Alþingis til að krefja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um að segja af sér. Sögðu Árni Páll Árnanson og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að eðlilegast hefði verið að Sigmundur hefði gefið skýrslu til þingisins við upphaf þingfundar í kjölfar umfjöllunar um um Panama-skjölin svokölluðu. Sigmundur er sjálfur staddur í þingsalnum,

Þingfundur átti að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnartíma, en óskað var eftir að ræða um fundarstjórn þingsins. Hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar síðan fjölmennt í ræðustól til að ræða um þetta mál og í flestum eða öllum ræðum kallað eftir afsögn Sigmundar sem forsætisráðherra.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist vonsvikin yfir því að forsætisráðherra hefði ekki lýst því yfir fyrir þingfund að hann myndi segja af sér. Sagði hún að íslenska þjóðin hefði orðið til háðungar í gegnum forsætisráðherra.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að gaman væri að sjá hvort þingmenn

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í …
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í dag þar sem ræða á vantrauststillögu á forsætisráðherra. mbl.is/Eggert


meirihlutans ætluðu að láta málið viðgangast eins og ekkert væri, að forsætisráðherra og ríkisstjórnin myndu sitja áfram. „Ætlum við að láta þetta viðgangast í alvöru, í alvöru,“ sagði Helgi og bætti við að á sama tíma og allra augu væru á málinu virtist forsætisráðherra ætla að reyna að sitja áfram, „segi bara nanana nana.“

Sigmundur Davíð horfir til himins í þingsalnum í dag.
Sigmundur Davíð horfir til himins í þingsalnum í dag. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði að það væri ekki skrítið að Íslendingar væru vonsviknir í dag. Sagði hún alvarlegan trúnaðarbrest hafa orðið milli Alþingis og þjóðarinnar.

Þingmenn hafa í röðum komið í ræðustól og sagt að Sigmundur ætti að segja af sér. Katrín sagði að Sigmundur hefði átt að reyna að sýna iðrun, en sagði svo að það gæti jafnvel verið orðið of seint eftir ummæli og framkomu Sigmundar í viðtali á hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Þegar að tæpur klukkutími var liðinn af þingfundinum áttu stjórnarliðar enn eftir að taka til máls. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa þó fjölmennt í ræðustól og eru þeir flestir á því máli að forsætisráðherra eigi að segja af sér. 

Stemningin í húsinu er rafmögnuð og augljóslega mkill hiti í stjórnarandstöðunni.

Þingmenn á vappi inn og út úr þingsal hafa lítið viljað sagt um gang mála, fyrir utan að líklega sé langur fundur í vændum.

Uppfært kl 16:11: 

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að Sigmundur gerði sér ekki grein fyrir því sem hefði gerst. „Spilaborgin hrundi í gær,“ sagði hann og bætti við: „Virðist vera að sá sem reisti hana geri sér ekki grein fyrir því.“

Þá rifjaði Róbert upp frétt mbl.is frá því fyrr í dag þar sem rætt var við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Sagði hann að þar hefði Bjarni ekki viljað gefa upp um stuðning við forsætisráðherra og að fyrst að staðan væri sú að hann gæfi ekki opinberlega upp stuðning sinn við samstarfsflokkinn, þá væri ríkisstjórnin í raun búin að vera.

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli á Alþingi í dag.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Enginn þingmaður stjórnarinnar hefur stigið í pontu það sem af er, en Valgerður Bjarnadóttir og Róbert hafa sagt að það sé ærandi þögn stjórnarliða. Spurði Valgerður hvað þingmönnum stjórnarinnar þætti eiginlega um málið.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á Alþingi í …
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert