Röð í ræðustól að krefjast afsagnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þungum þöngum í þingsal í ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þungum þöngum í þingsal í dag.

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa komið í röðum upp í ræðustól Alþingis til að krefja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um að segja af sér. Sögðu Árni Páll Árnanson og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að eðlilegast hefði verið að Sigmundur hefði gefið skýrslu til þingisins við upphaf þingfundar í kjölfar umfjöllunar um um Panama-skjölin svokölluðu. Sigmundur er sjálfur staddur í þingsalnum,

Þingfundur átti að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnartíma, en óskað var eftir að ræða um fundarstjórn þingsins. Hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar síðan fjölmennt í ræðustól til að ræða um þetta mál og í flestum eða öllum ræðum kallað eftir afsögn Sigmundar sem forsætisráðherra.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist vonsvikin yfir því að forsætisráðherra hefði ekki lýst því yfir fyrir þingfund að hann myndi segja af sér. Sagði hún að íslenska þjóðin hefði orðið til háðungar í gegnum forsætisráðherra.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að gaman væri að sjá hvort þingmenn

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í ...
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í dag þar sem ræða á vantrauststillögu á forsætisráðherra. mbl.is/Eggert


meirihlutans ætluðu að láta málið viðgangast eins og ekkert væri, að forsætisráðherra og ríkisstjórnin myndu sitja áfram. „Ætlum við að láta þetta viðgangast í alvöru, í alvöru,“ sagði Helgi og bætti við að á sama tíma og allra augu væru á málinu virtist forsætisráðherra ætla að reyna að sitja áfram, „segi bara nanana nana.“

Sigmundur Davíð horfir til himins í þingsalnum í dag.
Sigmundur Davíð horfir til himins í þingsalnum í dag. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði að það væri ekki skrítið að Íslendingar væru vonsviknir í dag. Sagði hún alvarlegan trúnaðarbrest hafa orðið milli Alþingis og þjóðarinnar.

Þingmenn hafa í röðum komið í ræðustól og sagt að Sigmundur ætti að segja af sér. Katrín sagði að Sigmundur hefði átt að reyna að sýna iðrun, en sagði svo að það gæti jafnvel verið orðið of seint eftir ummæli og framkomu Sigmundar í viðtali á hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Þegar að tæpur klukkutími var liðinn af þingfundinum áttu stjórnarliðar enn eftir að taka til máls. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa þó fjölmennt í ræðustól og eru þeir flestir á því máli að forsætisráðherra eigi að segja af sér. 

Stemningin í húsinu er rafmögnuð og augljóslega mkill hiti í stjórnarandstöðunni.

Þingmenn á vappi inn og út úr þingsal hafa lítið viljað sagt um gang mála, fyrir utan að líklega sé langur fundur í vændum.

Uppfært kl 16:11: 

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að Sigmundur gerði sér ekki grein fyrir því sem hefði gerst. „Spilaborgin hrundi í gær,“ sagði hann og bætti við: „Virðist vera að sá sem reisti hana geri sér ekki grein fyrir því.“

Þá rifjaði Róbert upp frétt mbl.is frá því fyrr í dag þar sem rætt var við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Sagði hann að þar hefði Bjarni ekki viljað gefa upp um stuðning við forsætisráðherra og að fyrst að staðan væri sú að hann gæfi ekki opinberlega upp stuðning sinn við samstarfsflokkinn, þá væri ríkisstjórnin í raun búin að vera.

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli á Alþingi í dag.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Enginn þingmaður stjórnarinnar hefur stigið í pontu það sem af er, en Valgerður Bjarnadóttir og Róbert hafa sagt að það sé ærandi þögn stjórnarliða. Spurði Valgerður hvað þingmönnum stjórnarinnar þætti eiginlega um málið.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á Alþingi í ...
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

Í gær, 18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

Í gær, 17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Í gær, 17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

Í gær, 14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

Í gær, 17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

Í gær, 15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

Í gær, 14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...