Júlíus Vífill segir af sér

Júlíus Vífill hefur sagt af sér.
Júlíus Vífill hefur sagt af sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Júlíus Vífill Ingvarsson hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessu greindi hann frá á borgarstjórnarfundi sem hófst kl. 14 í dag.

Júlíus steig í pontu og sagðist vera sleginn yfir umfjöllun Kastljóss um aflandsfélög.  Júlíus var einn þeirra sem komu þar við sögu.

„Ég skil vel þá ólgu og reiði sem skjölin hafa kallað fram á meðal almennings og horfi líka til míns þáttar í því,“ sagði hann.

Frétt mbl.is: Aflandsfélagaeign verður rannsökuð 

Frétt mbl.is: Óskar tímabundins leyfis

Júlíus vildi einnig koma leiðréttingu á framfæri og sagðist ekki hafa stofnað aflandsfélag, heldur lífeyris- og vörslusjóð.

Hann sagði hlutabréfaeign ekki tengjast málinu því lífeyrissjóður sé ekki hlutafélag og þess vegna séu ekki gefin út hlutabréf úr honum.

Að sögn Júlíusar losaði hann sig við öll tengsl við atvinnurekstur áður hann gerðist borgarfulltrúi til að taka af allan vafa um hagsmunatengsl.  

„Allt í samræmi við íslensk lög og reglur“

„Allt sem viðkemur þessum sjóði var í samræmi við íslensk lög og reglur,“ sagði hann. „Ég naut sérfræðiráðgjafar til að tryggja að rétt væri að málum staðið.“

Júlíus kvaðst ekki hafa getið um sjóðinn í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa vegna þess að engin ákvæði hafi verið þar um lífeyrissjóði.

Hann sagði jafnframt augljóst að hagsmunaskráningu þurfi að bæta í borgarstjórn því þeir hlutir þurfi að vera á hreinu.

Frétt mbl.is: Finnst Júlíus stíga merkilegt skref 

Kannaðist ekki við Fonseca

Í ræðu sinni sagðist Júlíus ekki hafa kannast við lögmannsstofuna Mossack Fonseca sem Kastljós fjallaði um.

Í þætti Kastljóss var rætt við Kristján Gunnar Valdimarsson, lögfræðing og lektor í skattarétti við HÍ. Hann er eigandi lögmannsstofunnar Promptus sem sá um að stofna sjóð Júlíusar, Silwood Foundation, í Panama árið 2014.

Samkvæmt tölvupósti sem var sýndur í þættinum óskaði Kristján Gunnar eftir því að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca hér á landi í október 2013.

Frétt mbl.is: Vildi „umboð“ fyrir aflandsþjónustu 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert