„Stjórnarandstaðan er í rusli líka“

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að halda stjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar og verið hefur, þ.e. fara fyrir sömu ráðuneytum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðmannafundi rétt í þessu.

Hann sagði skýran meirihluta fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna og að samstarfið yrði byggt á þeim meirihluta.

Bjarni sagði að í þessari viku hefði verið stigið sögulegt skref til að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast hefðu í íslensku samfélagi, og vitnaði til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Hann sagði þó að stjónarmeirihlutinn hefði viljað stíga viðbótarskref til að mæta kröfum um að virkja lýðræðið í landinu og koma til móts við þá stöðu sem hefur myndast, og stefna að því að halda kosningar í haust, þ.e. stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing. Hann sagði að nákvæm dagsetning myndi ráðast af framvindu þingmála, en málaskráin væri löng. Stærsta óframkomna málið tengdist afnámi gjaldeyrishafta en það yrði komið fram innan tveggja til þriggja vikna.

Frétt mbl.is: Boðað til kosninga í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórnin myndi halda áfram að vinna að þeim stóru verkefnum sem hún hefði unnið að og náð glæsilegum árangri með. Hann sagði að áhersla yrði lögð á stóru málin; afnám hafta, húsnæðismál og heilbrigðismál. Hann sagði að það mikilvægasta í þessu sambandi væri að þegar ríkisstjórnin hefði lokið sínum störfum væri búið að skapa svigrúm til að styrkja innviði á öllum sviðum.

Aðspurðir sögðu Sigurður og Bjarni að fullkomin eining ríkti í þingflokkum þeirra um þessa niðurstöðu. Sigurður neitaði því að til hefði staðið að skipa Ásmund Einar Daðason ráðherra en að því hefði verið hafnað.

Hann sagði að það yrði tilkynnt á morgun hver tæki hans sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þá hefðu hann og Bjarni óskaði eftir því við forsætisráðherra að hann hefði samband við forsetaembættið og boðaði til ríkisráðsfundar á morgun.

Sigurður staðfesti að Sigmundur yrði „óbreyttur þingmaður“.

Sigurður Ingi og Bjarni í þinghússtiganum.
Sigurður Ingi og Bjarni í þinghússtiganum. mbl.is/Golli

Þegar ráðherrarnir voru spurðir um ólíka afstöðu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til þeirra mála sem enn ætti eftir að afgreiða var fátt um svör. Þeir sögðu að þegar ákveðið væri að stytta kjörtímabilið þyrftu menn að forgangsraða upp á nýtt og raða brýnustu málum fremst.

„Stjórnarandstaðan er í rusli líka,“ svaraði Bjarni spurður að því hvort þeir treystu sér í kosningar. Hann sagði alla flokkana hafa fengið að finna á því, nema Píratar sem hefðu „skriðið inn á þing“.

Bjarni sagði of sterkt til orða tekið að tala um upplausn í þjóðfélaginu; í aðstæðum á borð við þessum reyndi á flokkana og þingið. Hann sagði ekki ríkja meiri upplausn en svo að ríkisstjórnin hefði 38 þingmenn að baki sér.

„Við munum bregðast við henni með því að greiða 38 atkvæði á móti henni,“ svaraði hann spurður um yfirvofandi vantrausttillögu.

Sagðist Bjarni binda vonir við að friður ríkti um störf þingsins næstu daga þrátt fyrir boðuð mótmæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fundaði með sendiherra um umskurð

10:54 Formaður Samtaka evrópskra gyðinga, Menachem Margolin, fundaði með Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Belgíu, í gær um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna um að umskurður drengja verði bannaður með sama hætti og umskurður stúlkna. Meira »

Fólk hugi að niðurföllum og lausum munum

10:51 Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og landið allt en spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að fólk hugi að niðurföllum og lausum munum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja stöðva „græðgisvæðingu yfirstéttarinnar“

10:44 Stjórn og trúnaðarráð AFLs Starfsgreinafélags skorar á samninganefnd Alþýðusambands Íslands að segja upp núgildandi kjarasamningi í samræmi við endurskoðunarákvæði hans, þar sem forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ. Meira »

Skoðaði samskipti Sanitu fyrr um kvöldið

10:38 Khaled Cario, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í september á síðasta ári skoðaði tölvu hennar kvöldið umrædda áður en Sanita kom heim. Þar hafi hann séð að Sanita átti í samskiptum við aðra karlmenn og segist hann hafa tryllst. Meira »

Sækist eftir 3. til 4. sæti

10:35 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir mannauðsstjóri gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram hinn 10. mars. Meira »

Breytingar boðaðar á barnavernd

09:48 Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. Þá verða settar skýrar formkröfur um samskiptahætti stjórnvalda sem gegna hlutverki á sviði barnaverndar. Meira »

Spá 2,9% hagvexti í ár

09:25 Spáð er 2,9% aukningu landsframleiðslu á þessu ári sem er að miklu leyti drifin áfram af vexti einkaneyslu. Hagvöxturinn var 3,8% í fyrra. Meira »

IKEA innkallar sælgæti

09:36 IKEA innkallar GODIS PÅSKKYCKLING-sælgæti. Meðan á framleiðslu sælgætisins stóð komust mýs inn í húsnæði verksmiðjunnar og því gætu vörur hafa mengast. Meira »

Sigríður metin hæfust

09:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. Meira »

Gefur kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar

09:18 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraðgerðasinni, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Kosið verður til embættisins á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer dagana 2.-3. mars. Meira »

Kvenhetjusaga kúabónda í tökur

08:57 Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku á myndinni Héraðið, The County, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar sem jafnframt skrifar handrit. Meira »

Er eftirspurn eftir íbúðum ofmetin?

08:57 Kanna verður betur hvað býr að baki fjölgun íbúa á hverja íbúð í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Reykjavík. Útleiga til ferðamanna gæti spilað þar inn í en umræðan er á þann veg að ungt fólk komist ekki úr foreldrahúsum. Meira »

Fyrsta skóflustungan að 155 íbúðum

08:41 Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag kl. 14 við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Bjargi er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt húsnæði. Opnað verður fyrir skráningu á biðlista í apríl. Meira »

Göngumenn týndu áttum

08:10 Tveir íslenskir göngumenn á ferð í Reykjadal ofan Hveragerðis báðu um aðstoð björgunarsveita um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Höfðu mennirnir týnt áttum í hríðarverði og farið út af gönguslóðanum. Meira »

Nokkrir skjálftar yfir 2 stig

07:49 Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey. Flestir eru skjálftarnir litlir en í nótt urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig. Meira »

„Húsið er allt svart og þakið myglu“

08:18 „Þetta útspil kemur okkur mjög á óvart og það hefur aldrei verið rætt áður af hálfu bæjarins,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir, annar eigenda hússins við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu. Meira »

Ófærð á heiðum

07:53 Ófært er um Lyngdalsheiði en mokstur stendur yfir. Þá er ófært á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Fölsuð vegabréf send með pósti

07:37 Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. þriðjudag fyrir að hafa tekið á móti póstsendingu sem þeir töldu innihalda fölsuð grísk vegabréf. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...