„Dómgreind okkar var rétt“

Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning.
Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning. Mynd/Skjáskot

Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Sven Bergman sem starfar við þáttinn Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu segist sjaldan nota þá aðferð sem beitt var til að ná viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var birt í Kastljósi.

Sigmundur taldi að ræða ætti við sig um efnahagsmál en annað kom á daginn. Bergman spurði hann óvænt út í tengsl hans við aflandsfélag á Tortóla og skömmu síðar tók samstarfsmaður Bergman, Jóhannes Kr. Kristjánsson, við af honum sem spyrill.

„Við teljum að þetta hafi verið rétt ákvörðun, annars hefðum við ekki gert þetta. En þetta er umdeild aðferð og við notum hana mjög sjaldan. Sem blaðamaður verður maður að vera auðmjúkur og mér finnst að það eigi að fara fram siðfræðilegar umræður um svona aðferðir,“ segir Bergman í samtali við mbl.is, en þáttur Uppdrag granskning um aðdragandann að uppljóstrunum úr Panamaskjölunum var sýndur í sænska ríkissjónvarpinu í gær.

Hér er hægt að sjá þáttinn í heild sinni. Hann verður sýndur á Rúv í kvöld.

Frétt mbl.is: Eina leiðin

Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum.
Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum. Mynd/Skjáskot

Mátti ekki hafa áhrif á sönnunargögnin

„Ég og Jóhannes ræddum hvernig við ættum að fá forsætisráðherrann til að tala um þessi mál fyrir framan myndavél. Við ræddum við sænska sjónvarpið og ICIJ (International Consortium of Investigative Journalists). Niðurstaðan var að við töldum litla möguleika á að herra Gunnlaugsson myndi vilja koma í slíkt viðtal ef hann vissi að við myndum spyrja út í áður ókunn tengsl hans við félag á aflandseyju,“ segir Bergman.

„Þetta var mjög viðkvæmt mál og við skildum að afleiðingarnar bæði fyrir hann og ríkisstjórnina yrðu frekar alvarlegar,“ bætir hann við. „En við vildum ekki útiloka hættuna á því að hann eða einhver í kringum hann myndu reyna að hafa áhrif á sönnunargögnin í málinu. Við ræddum þetta líka áður en þessi ákvörðun var tekin, þannig að þetta voru tvær helstu ástæðurnar.“

Hann heldur áfram: „Við veittum forsætisráðherranum gott tækifæri til að svara spurningunum. Þær voru mjög blátt áfram og það hefði átt að vera einfalt fyrir hann að svara þeim."

Mynd/Skjáskot

Allir sammála um aðferðafræðina

Bergman vill ítreka að ákvörðunin um framkvæmd viðtalsins hafi ekki verið tekin á tíu mínútum eða einum degi. Langar viðræður hafi farið fram á milli hans og Jóhannesar, auk þess sem fundað hafi verið með ritstjóra hans hjá sænska ríkisútvarpinu. Einnig var langur fundur haldinn með stjórn ICIJ en innan samtakanna starfa um 190 blaðamenn í yfir 65 löndum.  

„Þeir hjá ICIJ eru mjög passasamir þegar kemur að svona aðferðum og þeir gera þetta mjög sjaldan. Við gerum þetta líka sjaldan en þeir töldu þetta líka vera rétta ákvörðun,“ greinir Bergman frá. „Ég held að það sem gerðist í framhaldinu sannaði að dómgreind okkar var rétt. Núna sjáum við hversu viðkvæmar staðreyndir þetta voru. Þá er ég ekki að tala um eignir eða skattamál herra Gunnlaugssonar heldur er spurningin miklu stærri en það, því hún snýst um traust og hans feril í stjórnmálum.“

Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum.
Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum. Mynd/Skjáskot

Jóhannes frábær blaðamaður

Spurður hvernig það sé að starfa með Jóhannesi  Kr. Kristjánssyni segist Bergman dást að honum. „Mér finnst hann vera frábær blaðamaður, ekki af því að hann er vinur minn, heldur gerir hann engar málamiðlanir hvað fréttirnar varðar. Hann framkvæmir hlutina, jafnvel þótt þeir séu áhættusamir eða slæmir fyrir hann.“

Lengri útgáfa af viðtalinu við Sven Bergman verður birt á mbl.is á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Léttskýjað á Austurlandi

07:56 Sunnan kaldi verður á landinu vestantil í dag, en annars hægari vindur. Það verður þá skýjað og lítilsháttar rigning með köflum, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig að deginum. Meira »

Heillaður af löngu látnum greifa

Í gær, 22:45 Nafnið Rumford greifi er ef til vill ekki á hvers manns vitorði hér í fásinninu. Það er eigi að síður svo að sitthvað sem þessi bresk/bandaríski vísindamaður fann upp fyrir meira en tveimur öldum kemur reglulega við sögu í okkar lífi öllum þessum árum síðar. Meira »

Gáleysi skipstjóra olli strandi Skrúðs

Í gær, 22:10 Gáleysi skipstjóra olli strandi Viðeyjarferjunnar Skrúðs í september í fyrra. Þetta kemur fram í áliti rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þar segir einnig að skipstjórinn hafi ekki verið lögskráður á bátinn. Meira »

Mat verði lagt á reynsluna af EES

Í gær, 21:41 Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál að tímabært sé að gera úttekt á reynslu Íslands af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) nú þegar aldarfjórðungur sé síðan hann var undirritaður. Meira »

Elsa leiðir Framsókn á Akranesi

Í gær, 21:29 Elsa Lára Arnardóttir skrifstofustjóri leiðir lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi í vor. Ragnar Baldvin Sæmundsson verslunarmaður er í 2. sæti og Liv Åse Skarstad húsmóðir í 3. sæti. Meira »

Endurkoma Don Cano

Í gær, 20:51 Það muna margir eftir tískumerkinu Don Cano sem kom fyrst á markað árið 1981 en vinsældir Don Cano-krumpu- og glansgallanna voru gríðarlegar á sínum tíma og má í raun segja að þessir eftirminnilegu gallar hafi gersamlega átt íslenskan markað. Nú er framleiðsla á merkinu hafin að nýju. Meira »

Handverksbjór og hamborgarar

Í gær, 20:49 „Við byrjum á matnum og stefnum á að opna veitingastaðinn fyrir páska. Það er alla vega draumurinn. Svo opnum við brugghúsið í beinu framhaldi svona mánuði síðar,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss, sem verður opnuð í Vík í Mýrdal á næstunni. Meira »

Skór sem koma fólki í spariskap

Í gær, 20:50 Hönnunarsafn Íslands blæs til heljarinnar skóveislu á morgun, sunnudag. Í tilefni af tíu ára afmæli Kron by Kronkron verða til sýnis 800 skópör úr smiðju þeirra Hugrúnar Daggar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar. Meira »

Andlát: Guðjón A. Kristjánsson

Í gær, 20:40 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins, er látinn eftir baráttu við krabbamein, á 74. aldursári. Meira »

Heppinn lottóspilari vann 26 milljónir

Í gær, 19:55 Einn heppinn lottóspilari var með allar fimm tölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í kvöld. Hann fær í sinn hlut rúmar 26 milljónir króna. Meira »

Réttarhöld í vændismálum verði opin

Í gær, 19:44 Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að opnun réttarhalda í vændis- og mansalsmálum myndi hjálpa til í baráttunni gegn vændisstarfsemi. Meira »

Gagnrýna óhefðbundnar lækningar

Í gær, 19:42 Um fimmtíu sálfræðingar hafa skrifað undir yfirlýsingu sem var nýlega send Sálfræðingafélagi Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum af notkun óhefðbundinna læknismeðferða við geðsjúkdómum. Meira »

Cantona hitti forseta Íslands

Í gær, 18:37 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Vélhjólaslys í Þykkvabæjarfjöru

Í gær, 17:55 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru boðaðar út um fimmleytið í dag vegna vélhjólaslyss í Þykkvabæjarfjöru.  Meira »

Þrír fluttir með þyrlu á slysadeild

Í gær, 17:10 Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð við Strýtur sunnan við Hveravelli þegar jeppi fór fram af hengju. Meira »

Öryggi sjúkraflutninga áfram tryggt

Í gær, 18:02 Öryggi sjúkraflutninga verður áfram tryggt á meðan unnið er að því að skipuleggja fyrirkomulag þjónustunnar til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Meira »

Slasaður skíðamaður á Heljardalsheiði

Í gær, 17:46 Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um kl. 16 í dag vegna slasaðs skíðamanns á Heljardalsheiði. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á vettvang á vélsleða. Meira »

Lilja oddvitaefni B-lista

Í gær, 16:49 Lilja Einarsdóttir er oddvitaefni B-lista framsóknarmanna og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinu Hvoli í dag. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Heimili í borginni - Laust í apríl..
Til leigu 2-3ja herb. íbúdir fyrir fjölskyldur og ferðalanga, einnig erlenda ges...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...