Árni Páll birtir skattagögn

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar hefur birt upplýsingar um tekjur, …
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar hefur birt upplýsingar um tekjur, eignir og skuldir sínar og Sigrúnar eiginkonu sinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur birt upplýsingar úr skattaframtali sínu síðustu tvö árin í kjölfar umræðu um hagsmunaskráningu þingmanna og þess frumkvæðis Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, að birta lykilupplýsingar sínar opinberlega. Þetta kemur fram á heimasíðu Árna Páls í dag. 

Tekjur Árna Páls voru í skattframtali þessa árs 12,6 milljónir og í fyrra 11,97 milljónir, að því er fram kemur á yfirliti Árna. Tekjur eiginkonu hans, Sigrúnar Bjargar Eyjólfsdóttur voru bæði ár um 4,5 milljónir. Þá voru fjármagnstekjur vegna innistæða og útleigu kjallaraíbúðar 1,3 milljónir hvort árið.

Samkvæmt upplýsingunum eru helsta eign þeirra hjóna fasteign þeirra að Túngötu 36A og nemur hún 69,3 milljónum á skattaframtali þessa árs. Þá eiga þau bíl sem er metinn á 1,7 milljón.

Samtals nema skuldir þeirra hjóna 39,2 milljónum og hafa lækkað úr 44 milljónum árið áður.

Í viðtali við Morgunblaðið á laugardaginn var haft eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann væri reiðubúinn að birta öll gögn varðandi skattframtöl sín og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu sinnar, með því skilyrði að forystumenn annarra stjórnmálaflokka gerðu það líka.

Tekjur, eignir og skuldir Árna Páls og Sigrúnar síðustu tvö …
Tekjur, eignir og skuldir Árna Páls og Sigrúnar síðustu tvö árin. mynd/skjáskot arnipall.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert