„Ungbörn missa meðvitund“

Maður flýr undan táragasi lögreglu við landamæri Makedóníu og Grikklands
Maður flýr undan táragasi lögreglu við landamæri Makedóníu og Grikklands AFP

250 manns særðust þegar að lögregla beitti táragasi og blindsprengjum á flóttamenn sem reyndu að komast yfir landamæri Grikklands og Makedóníu á sunnudaginn. Íslenskur sjálfboðaliði sem er á svæðinu lýsir upplifun fólks á svæðinu á heimasíðu Akkeris í dag.

„Þykkt lag af táragasi liggur yfir svæðinu. Skothvellir heyrast úr fjarska, hljóðsprengjur springa með gífurlegum látum og kúlum rignir yfir búðirnar. Börn sem fullorðnir öskra af sársauka og örvæntingu. Fólk hnígur niður meðvitundarlaust, sumir eru særðir eftir að hafa fengið í sig kúlu eða táragashylki, aðrir eftir að hafa andað að sér of stórum skammti af táragasi.

Fólk ryðst í gegnum búðirnar í leit að súrefni, fullorðnir, börn og tjöld verða undir flóðbylgju fólks sem á fótum sínum fjör að launa,“ skrifar Þórunn Ólafsdóttir til þess að reyna að lýsa upplifunum fólks af árásum lögreglu.

Þórunn er nú stödd í Idomeni þar sem 11. 000 flóttamenn dvelja.

Í grein Þórunnar kemur fram að á svæðinu séu m.a. nýfædd börn sem urðu fyrir gasinu. „Ungbörn missa meðvitund, fólk hóstar, ælir og hnígur niður. Þyrlur sveima yfir svæðinu og herinn heldur áfram að skjóta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur ekki undan og almennir sjálfboðaliðar og flóttafólk sinna slösuðum. Fólk er borið á teppum í átt að eina sjúkraskýlinu sem er eftir.“

Í grein Þórunnar kemur fram að UNHCR, flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, Rauði krossinn og önnur hjálparsamtök hafi flúið af vettvangi og aðeins Læknar án landamæra, aktivistar og sjálfboðaliðar eru eftir, auk grísku lögreglunnar sem stendur aðgerðalaus og fylgist með en árásin stóð yfir í sex klukkustundir.

Flóttamenn nota teppi til þess að toga í gaddavír við ...
Flóttamenn nota teppi til þess að toga í gaddavír við landamærin. AFP

Aðeins hægt að sækja um hæli á Skype

Í greininni lýsir Þórunn því jafnframt hversu erfitt það er fyrir flóttafólkið að sækja um hæli í Grikklandi.

 „Eins og staðan er núna hefur fólk aðeins þann möguleika að sækja um hæli í Grikklandi. Grikkland metur svo hvort umsækjandinn verði sendur áfram til einhvers af þeim Evrópulöndum sem hafa skuldbundið sig til að taka við fólki frá Grikklandi,“ skrifar Þórunn og bætir við að niðurstaða slíks mats ræðst yfirleitt af tengslum við ákveðið land.

Ef fólk á maka eða börn undir lögaldri í öðru Evrópulandi og sækir um fjölskyldusameiningu er umsókn þess tekin til meðferðar í viðkomandi landi. Þá geta Evrópuríkin sjálf haft heilmikið að segja, t.d. geta stjórnvöld vel ákveðið að sækja hóp fólks og veita vernd. Aðrar ástæður varða oft viðkvæmustu hópa flóttafólks, svo sem fylgdarlaus börn, fólk sem stríðir við veikindi og önnur sérstök tilfelli.

„Þetta hljómar alls ekki svo illa á blaði,“ skrifar Þórunn. „En raunveruleikinn er því miður öllu grimmari. Eina leiðin fyrir flóttafólk til að sækja um hæli er að hafa samband við gríska stofnun sem sér um meðferð hælisumsókna. Eina leiðin til að hafa samband við stofnunina er að hringja í gegnum Skype. Og haldið ykkur nú fast – sú þjónusta er í boði í klukkutíma á dag, alla virka daga!“

Að sögn Þórunnar hefur enginn sem hún hefur hitt í Idomeni náð í gegn á Skype. Telur hún að orsökin sé fyrst og fremst gríðarlegt álag á kerfið, en í flestum flóttamannabúðum ræður nettengingin ekki við Skype. Þá hafa aðeins þeir sem eru með aðgang að tölvu eða snjallsíma möguleika til þess að komast á Skype.

„Fullt af fólki hefur engan möguleika á að komast í netsamband,“ skrifar Þórunn.

Bætir hún við að í Grikklandi séu yfir 50.000 einstaklingar sem eiga rétt á því að sækja þar um hæli.

„Þangað til Evrópa tekur af skarið og aðstoðar Grikki við þetta risavaxna verkefni sem landið ræður engan veginn við, neyðist fólk til að búa við óbærileg skilyrði í flóttamannabúðum víðsvegar um landið,“ skrifar Þórunn.

Börn í flóttamannabúðunum við Idomeni
Börn í flóttamannabúðunum við Idomeni AFP

„Í gær var þetta eins og í Sýrlandi“

Að mati Þórunnar þurfa stjórnvöld í Evrópu að láta í sér heyra og fordæma aðgerðir makedónsku lögreglunnar. Þá þarf einnig að vinna hraðar til að aðstoða fólkið.

„Áhyggjur margra Evrópubúa beinast að því að við getum ekki aðstoðað fólk nógu vel og nógu fljótt. Að við eigum ekki nóg af fagfólki og að við eigum ekki nóg að gefa. Svo á meðan flóttafólk bíður þess að við hugsum málið, sefur það í drullupolli, andar að sér eitruðum reyk sem leggur frá plastinu sem það brennir til að halda á sér hita, líður næringarskort, veikist vegna óhreinlætis og nú síðast – vaknar upp við þá martröð að í Evrópu eru þau líka skotmörk. „Í gær var þetta eins og í Sýrlandi“, sagði ungur maður í búðunum við mig daginn eftir árásina,“ skrifar Þórunn en á fjórða tug þurftu áfallahjálp eftir atburði sunnudagsins og mögulega er tala þeirra sem hefðu þurft á slíkri aðstoð að halda en fengu ekki mun hærri.  Á fjórða hundrað þurftu læknisaðstoð, þar af börn sem hlutu höfuðmeiðsli vegna gúmmíkúlna sem herinn skaut þau með.

 „Það er lágmark að Evrópa láti í sér heyra og fordæmi harkalega árásirnar. Nei, annars. Lágmarkið er að brjóta meðvirknina með samningum ESB við Tyrkland og taka á móti flóttafólki frá Grikklandi,“ skrifar Þórunn.

Beittu táragasi aftur í dag

Fréttaveitan AFP segir frá því í dag að makedónsk lögregla hefði aftur beitt táragasi á flóttamenn sem mótmæltu við landamærin. Um 100 flóttamenn breiddu úr sér á um 100 metra svæði þar sem þeir toguðu í gaddavírinn sem aðskilur löndin tvö. Þeir hættu þó fljótlega þegar að tvær sveitir óeirðarlögreglu frá Grikklandi kom á staðinn. Óeirðarsveitin kom sér fyrir milli flóttamannanna og girðingarinnar.

Makedóníumenn hafa sakað Grikki um að hafa mistekist við að stöðva um 3.000 manns sem komust ólöglega inn í landið.

Flóttamenn í Idomeni.
Flóttamenn í Idomeni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nýr þjálfari fíkniefnahunda

08:00 Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hér á landi hefur verið ráðinn til starfa. Þetta staðfestir Sigríður Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Samfelld rigning

06:53 Í kvöld mun byrja að rigna nokkuð samfellt um sunnan- og vestanvert landið. Hann mun hanga þurr norðaustan til að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

#Takk Heimir

06:00 Heimir Hallgrimsson sagði skilið við íslenska landsliðið í dag. Við á K100 þökkum Heimi fyrir allt og rifjum upp þegar Karlakórinn Esja kom honum á óvart í Magasíninu í fyrra stuttu eftir að Heimir varð fimmtugur og ítarlegt viðtal sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Sprengisandi nýlega. Meira »

Ðí Kommitments saman á ný

06:00 „Ég man að það var röð af Gauknum og alveg yfir á Dubliners,“ segir Ragnar Þór, betur þekktur sem formaður VR en í hlutverki trommarans í Ðí Kommitments að þessu sinni. Tilefni endurkomunnar eru minningar- og söfnunartónleikar þar sem safnað verður fyrir Hammond í Hörpu. Meira »

Eftirför í Grafarvogi

05:44 Er lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu reyndu að stöðva bíl við Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær jók ökumaðurinn hraðann og hófst eftirför. Meira »

Á 160 km/klst. við Smáralind

05:40 Lögreglan stöðvaði bíl á Reykjanesbraut til móts við Smáralind um klukkan 1 í nótt. Hafði bíllinn mælst á 160 kílómetra hraða á klukkustund á vegi þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Meira »

Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum

05:30 Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samninganefndir Íslands og Danmerkur undirrituðu samninginn um sambandslögin sem tóku gildi 1. Meira »

Núpur enn óseldur

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí í fyrra til sölu þrjár húseignir á Núpi í Dýrafirði. Hollvinir Núps hafa áhuga á að kaupa Gamla skóla. Meira »

Hættuástand á Landspítalanum

05:30 „Það er hættuástand á Landspítalanum og enn sem komið er hafa hlutirnir gengið upp með guðs hjálp, góðra manna, tilfærslum og mikilli vinnu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Mikið ber í milli. Næsti fundur er boðaður á mánudag. Meira »

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

00:08 Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum. Meira »

„Talsverð rigning“ annað kvöld

Í gær, 23:16 Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir hellirigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld. Meira »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

Í gær, 22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálffimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

Í gær, 22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hefði farið ofan í Krossá. Bíllinn, sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur, komst ekki langt yfir ána áður en hann byrjaði að fljóta með straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

Í gær, 21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

Í gær, 21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

Í gær, 20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

Í gær, 20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

Í gær, 19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

Í gær, 19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »
KTM 390 Duke árg. 2018
Eigum á lager til afgreiðslu strax. Frábært 150 kg. hjól, 44 hp. 6 gíra. Létt og...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 23/7 (Ends 16...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Til sölu Rav 4 2014
Til sölu Rav 4 Til sölu fallegur Rav 4 VX árgerð 2014 leður,topplúga,krókur E...