Fleiri telja krónuna henta vel í rekstri

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Fleiri fyrirtæki innan vébanda Samtaka iðnaðarins (SI) telja krónuna henta sem gjaldmiðil fyrir sinn atvinnurekstur nú í ár heldur en í fyrra.

Þetta kemur fram í könnun sem SI létu gera. Þannig segja 38% svarenda nú að krónan henti sem gjaldmiðill en í fyrra svöruðu 29% þátttakenda á sömu lund. Lítil breyting er á hlutfalli þeirra fyrirtækja sem telja krónuna henta illa. Þannig sögðu 23% svarenda að hún hentaði frekar eða mjög illa en í fyrra var hlutfallið 24%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI,  að leiða megi að því líkur að fylgni sé á milli afstöðunnar til gjaldmiðilsins og þess uppgangs sem orðið hefur í efnahagslífinu hér á landi á undanförnum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »