Fallist á kröfur Íslands um Ægisdjúp

Góður afli á Reykjaneshrygg.
Góður afli á Reykjaneshrygg.

Íslenskum stjórnvöldum hafa borist tillögur landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk íslenska landgrunnsins vestur af Reykjaneshrygg annars vegar og á Ægisdjúpi í suðurhluta Síldarsmugunnar hins vegar.

Niðurstaða landgrunnsnefndarinnar var að fallast á kröfur Íslands varðandi Ægisdjúp í samræmi við upprunalega greinargerð þar um og um ytri mörk vestur af Reykjaneshrygg innan 350 sjómílna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hins vegar var ekki tekin afstaða til suðurmarka undan Reykjaneshrygg og gögn um svæðið utan 350 sjómílna vestur af hryggnum voru ekki talin styðja nægilega kröfur Íslands um að það teldist náttúrulegur hluti landgrunnsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »