Leituðu snekkju Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Slitastjórn Glitnis leitaði m.a. að peningum fyrir sölu á snekkju í tilraun sinni til að hafa uppi á eignum sem hana grunaði að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið undan í kjölfar efnahagshrunsins. Snekkjan hét OneOOne og var skráð á Cayman-eyjum.

Þetta er m.a. þess sem fram kemur í ítarlegri grein um viðskipti Jóns Ásgeirs Jóhannssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, í Kjarnanum í dag. 

Frétt mbl.is: Segir frétt Kjarnans alranga

Í dag hafa Kjarninn og Stundin birt fréttir úr gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca, svokölluðum Panama-skjölum. Þetta er fyrsta stóra umfjöllun íslenskra miðla upp úr skjölunum frá því þáttur Kastljóss og Reykjavik Media var sýndur sunnudaginn 3. apríl.

Í morgun hafa miðlarnir einbeitt sér í fréttum sínum að því sem fram kemur um Jón Ásgeir og Ingibjörgu í skjölunum. 

Félög sem Jón Ásgeir stýrði fyrir hrunið árið 2008 áttu m.a. ráðandi hluti í FL Group og ásamt helstu viðskiptafélögum sínum hafði Jón Ásgeir „tögl og haldir í Glitni banka,“ segir í umfjöllun Kjarnans þar sem viðskipti Jóns Ásgeirs fyrir hrun eru m.a. rakin og einnig hver staða fyrirtækja og félaga hans varð í kjölfar þess. 

Þrátt fyrir mikla baráttu fyrir því að halda eignum sínum varð hvert félagið sem hann átti hlut í á fætur öðru gjaldþrota og kröfuhafaröðin sem á eftir honum gekk lengdist í sífellu,“ skrifar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í umfjöllun sinni um málið. „Samanlagðar skuldir félaganna sem Jón Ásgeir kom að námu á annað þúsund milljarða króna. Á móti voru einhverjar eignir, en í tilfellum margra þeirra voru þær ekki miklar. Til að mynda er gert ráð fyrir að sjö milljarðar króna fáist upp í alls 240 milljarða króna kröfur í þrotabú fjárfestingafélagsins Baugs Group, sem Jón Ásgeir stýrði.“

Snekkja kennd við 101

Þá er rifjað upp að kröfuhafar hafi reynt hvað þeir gátu til að komast yfir einhverjar eignir. „Slitastjórn Glitnis fékk meira að segja í gegn að allar þekktar eignir hans voru frystar með dómsúrskurði í Bretlandi árið 2010 og við þá málsmeðferð sór Jón Ásgeir að hann ætti ekkert meira en það sem þar var tilgreint. Slitastjórnin var ekki sannfærð og réð meðal annars rannsóknarfyrirtækið Kroll til að reyna að hafa upp á frekari eignum sem hún grunaði Jón Ásgeir um að hafa komið undan. Samkvæmt frystingarbeiðninni, sem Kjarninn hefur undir höndum, var slitastjórnin meðal annars að leita að afrakstri sölu snekkju, sem bar heitið OneOOne og var skráð til heimilis á Cayman-eyjum.“

Nafn snekkjunnar, OneOOne, vísar væntanlega til 101 en Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, átti hótel sem vísaði til póstnúmersins og sömuleiðis voru mörg félög í hennar eigu kennd við þetta númer.

Peningahimnar og mannheimar

Skiptastjórar í þrotabúum félaga sem tengjast hjónunum skoðað tilfærslur á eignum sem áttu sér stað innan þeirra rétt fyrir hrun og í kjölfra þess. Með litlum árangri. „Peningarnir virtust hafa farið til peningahimna,“ skrifar Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans.

Svo virðist þó sem að einhverjir peningar hafi reyndar haft áframhaldandi viðveru í mannheimum, líkt og Þórður orðar það. „Í skjölum lögfræðistofunnar Mossack Fonseca frá Panama, sem láku út í fyrra og eru nú til umfjöllunar í fjölmiðlum víða um heim, er varpað ljósi á hvert hluti þeirra fór. Hann fór til Panama.“

Hér má lesa ítarlegar fréttir Kjarnans um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...