Mistök hjá Creditinfo um 365

„Fyrir mistök voru upplýsingar um hluthafa í 365 miðlum hf. ranglega slegnar inn við yfirferð hjá Creditinfo þann 20. apríl 2016. Þar var hlutur Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur skráður 77,8%. Hið rétta er að samanlagður hlutur Ingibjargar og félaga í hennar eigu er 77,8% eins og fram kemur í ársskýrslu félagsins frá 2014, en það eru nýjustu upplýsingar frá félaginu um hluthafa. Creditinfo biðst velvirðingar á þessum mistökum og hafa þau verið leiðrétt.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo Lánstrausts.

Í morgun var birt frétt á mbl.is sem byggði á upplýsingum sem sendar voru út frá Creditinfo í morgun um breytingar á hluthafahópi 365 miðla hf. Þar sem upplýsingar frá fyrirtækinu, sem fréttin byggði á voru rangar, hefur fréttin nú verið tekin úr birtingu.

mbl.is biður lesendur sína og hlutaðeigandi afsökunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert