Segir frétt Kjarnans „alranga“

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson segir „alrangt“ að banki hafi leitað að peningum sem fengust fyr­ir sölu á snekkju sem var í eigu Jóns. Hann segir málið einfalt: Snekkjan var seld og bankinn fékk peninginn.

„Þetta er mjög einfalt, snekkjan var seld og Kaupþing fékk peninginn,“ segir Jón Ásgeir í samtali við mbl.is. Hann segir það sama hafa átt sér stað með skíðaskála sem var í hans eigu. Skálinn hafi verið seldur og Íslandsbanki fékk peninginn. Hann segir engan banka, svo hann viti, hafa efast um að peningurinn fyrir snekkjuna hafi skilað sér.

Frétt mbl.is: Leituðu snekkju Jóns

Í umfjöllun Kjarnans í dag er rifjað upp að slitastjórn Glitnis hafi látið frysta allar eigur Jóns Ásgeirs í Bretlandi árið 2010. Samkvæmt frystingarbeiðninni, sem Kjarninn hefur undir höndum og aðgengileg er á netinu, var slitastjórnin meðal annars að leita að afrakstri sölu snekkju, sem bar heitið OneOOne og var skráð til heimilis á Cayman-eyjum.

Samkvæmt frystingartilskipuninni var Jóni Ásgeiri sérstaklega gert að veita upplýsingar um sölu á snekkju sem nefndist OneOOne í eigu Piano Holding, og hafði verið skráð á Cayman-eyjum, sem og skíðaskála í Courcheval.

Kjarn­inn og Stundin, í sam­starfi við Reykja­vik Media, birtu í morgun fréttir sínar upp úr Panama­skjöl­unum þar sem greint er frá við­skiptum Ingi­bjargar Pálmadóttur og eig­in­manns henn­ar, Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, í gegn um fyr­ir­tækið Guru Invest sem stað­sett er í Panama. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert