Telur Kára hafa tekið rétta ákvörðun

Kári Arnór Kárason.
Kári Arnór Kárason.

Þórarinn Sverrisson, stjórnarformaður Stapa lífeyrissjóðs, segist virða ákvörðun Kára Arnórs Kárasonar, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Stapa eftir að nafn hans kom við sögu í Panamaskjölunum í tengslum við tvö aflandsfélög.

„Ég virði hans ákvörðun og tel að hún hafi verið rétt,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.is.

„Við áttum fund með honum í gærmorgun, ég og varaformaður stjórnar, og hann afhenti okkur þessa yfirlýsinu. Hún var ósköp afdráttarlaus,“ bætir hann við.

Næsti stjórnarfundur verður á fimmtudaginn og þar verður farið betur yfir málið. „Við eigum eftir að vinna úr stöðunni.“

Frétt mbl.is: Hættir hjá Stapa vegna Panamaskjala

Stapi lífeyrissjóður.
Stapi lífeyrissjóður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert