Geyma milljarða í Lúxemborg

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson mbl.is/Þórður

Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa, hefur síðustu ár fjármagnað erlendar fjárfestingar í gegnum félag sitt Kimi S.á.r.l. í Lúxemborg. Hann er einn margra Íslendinga sem fjárfesta í gegnum félög í Lúxemborg.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag eru upplýsingar úr fyrirtækjaskrá Lúxemborgar skoðaðar. Við leitina að félögunum var m.a. stuðst við samantekt Creditinfo, sem gerð var að beiðni blaðsins, á 201 félagi sem er skráð sem S.A. eða S.á.r.l. félög í fyrirtækjaskrá á Íslandi.

Ólafur Ólafsson stofnaði félagið á vormánuðum 2009. Eignir félagsins fyrstu árin voru óverulegar á mælikvarða slíkra félaga í Lúxemborg en fóru í rúma 3,2 milljarða árið 2012.

Í samantekt Morgunblaðsins er líka skoðað félagið Stenton Consulting S.á.r.l., sem er í eigu Berglindar Bjarkar Jónsdóttur píanókennara. Hún hefur verið ofarlega á lista yfir skattgreiðendur og látið gott af sér leiða, til dæmis styrkt byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Lúxemborg
Lúxemborg Ómar Óskarsson

Voru fyrst skráð á Tortóla

Sama uppbygging er á félagi Berglindar Bjarkar og á félagi systur hennar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur, sem á félagið Aurora Continental S.á.r.l. Bæði félög voru upphaflega skráð á Tortólaeyju, í ágúst og september 2002, en heimilisfangið svo flutt til Lúxemborgar í árslok 2009. Þá eiga bæði félög skyld félög á Möltu, Aurora Continental (Malta) Limited og Stenton Consulting (Malta) Limited, skráð á 2 Antonio Agius Street á Möltu. Þá kemur Arnar Guðmundsson inn í stjórn félaganna 2014 í stað systranna.

Faðir Berglindar Bjarkar og Ragnheiðar Jónu var Jón Guðmundsson útgerðarmaður. Þær systur hafa greitt sér fé úr félögunum og hefur við það gengið á eignir félaganna.

Í umfjöllun Morgunblaðsins má einnig lesa um fleiri félög auðmanna í Lúxemborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »